Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 42
42 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022 sl. sólarhring, og að erfiðleikar á T3 með hreyfingu, í kynlífi, með úthaldsleysi, þreytu, svefnleysi og hægðatregðu yllu ekki vanlíðan. Fyrir flokkinn Andlegt heilsufar var á T2 marktækt samband við fleiri meðaltalsstig þess flokks við að vera með aðra sjúkdóma en þann sem leiddi til aðgerðar, að hafa á T2 náð sér vel/mjög vel, og að erfiðleikar á T2 með hreyfingu, í kynlífi, úthaldsleysi og mæði ylli ekki vanlíðan. Marktækt samband var við fleiri meðaltalsstig á Andlegu heilsufari á T3 við að vera kona, að hafa á T3 náð sér vel/mjög vel, ekki haft verki sl. sólarhring, og að erfiðleikar á T3 með hreyfingu, í kynlífi, með úthaldsleysi, þreytu, svefnleysi og hægðatregðu ylli ekki vanlíðan. Hugsanlegar spábreytur fyrir meðaltals- stigafjölda á flokkunum Líkamlegt heilsufar og Andlegt heilsufar á T2 og T3 Aðhvarfsgreiningarlíkön yfir hugsanlegar spábreytur fyrir meðaltalsstigafjölda á flokkunum Líkamlegt heilsufar og Andlegt heilsufar á T2 og T3 má sjá í töflu 5. Það skal tekið fram að þó svo framlag hverrar breytu hafi ekki alltaf verið tölfræðilega marktækt þá benda niðurstöður til þess að allar breytur í hverju líkani hafi haft framlag til stiga í líkaninu, þ.e. hafi áhrif á meðaltalsstigafjölda Líkamlegs heilsufars og Andlegs heilsufars á T2 og T3. Líkanið um flokkinn Líkamlegt heilsufar á T2 sýnir að það að vera byrjaður að vinna á T2, að hafa náð sér mjög vel á T2 og að hafa ekki verki síðastliðinn sólarhring á T2 er vísbending um fleiri stig í flokknum. Líkanið skýrir 47,3% (leiðrétt R2 er 0,473) af breytileika í Líkamlegu heilsufari á T2. Sé öllum öðrum breytum haldið stöðugum þá er sterkasta spábreyta fyrir fleiri stigum í Líkamlegu heilsufari á T2 að vera byrjaður að vinna (B = 2,4). Líkamlega heilsufarslíkanið á T3 sýnir að það hafa náð sér vel/mjög vel, spáir fyrir um fleiri stig í flokknum Líkamlegt heilsufar og er jafnframt eina og sterkasta spábreytan (B = 2,4). Líkanið skýrir 52,6% (leiðrétt R2 er 0,526) af breytileika í Líkamlegu heilsufari. Líkanið um flokkinn Andlegt heilsufar á T2 sýnir að það að vera ekki með aðra sjúkdóma en þann sem leiddi til aðgerðar spáir fyrir um fleiri stig í flokknum og er jafnframt eina og sterkasta spábreytan (B = 2,8). Líkanið skýrir 32,4% (leiðrétt R2 er 0,324) af breytileika í Andlegu heilsufari á T2. Andlega heilsufarslíkanið á T3 sýnir að það að hafa náð sér vel/mjög vel á T3, að kynlíf og svefnleysi valdi ekki vanlíðan á T3 spáir fyrir um fleiri stig. Líkanið skýrir 49,2% (leiðrétt R2 er 0,492) af breytileika í Andlegu heilsufari á T3. Sé öllum öðrum breytum haldið stöðugum þá er sterkasta spábreyta fyrir fleiri stigum í Andlegu heilsufari á T3 að kynlíf valdi ekki vanlíðan á T3 (B = 2,8). Breytur B t Lægri mörk Efri mörk B t Lægri mörk Efri mörk (Fasti) 68,8 13,9** 58,8 78,8 92,6 18,8** 82,8 102,4 Kyn (kona) -3,0 -0,7 -11,5 5,5 Byrjaður að vinna á T2 (já) 12,7 2,4** 1,8 23,6 Er með aðra sjúkdóma en þann sem leiddi til aðgerðar (já) -12,0 -2,8** -20,6 -3,4 Náð sér vel/mjög vel á T2 -11,5 -2,3* -21,7 -1,3 -7,6 -1,8 -16,1 0,9 Verkir síðastliðinn sólarhring spurt á T2 (já) -10,3 -2,3* -19,5 -1,1 Erfiðleikar með hreyfingu valdið lítilli/mjög lítilli vanlíðan á T2 -8,1 -1,6 -18,2 2,0 -4,1 -1,0 -12,7 4,5 Erfiðleikar í kynlífi valdið lítilli/mjög lítilli vanlíðan á T2 -2,0 -0,4 -10,8 6,9 Úthald valdið lítilli/mjög lítilli vanlíðan á T2 -3,1 -0,5 -16,0 9,7 -13,9 -2,6 -24,5 -3,3 Þreyta valdið lítilli/mjög lítilli vanlíðan á T2 -4,7 -0,8 -16,4 6,9 -0,7 -0,1 -10,9 9,5 Mæði valdið lítilli/mjög lítilli vanlíðan á T2 -4,7 -1,2 -12,5 3,1 (Fasti) 72,4 7,9** 53,6 91,2 90,1 26,5** 83,3 97,0 Byrjaður að vinna á T3 (já) 12,0 1,6 -3,1 27,1 Náð sér vel/mjög vel á T3 -19,2 -2,7* -33,6 -4,8 -11,3 -2,3* -21,5 -1,2 Verkir síðastliðinn sólarhring, spurt á T3 (já) 0,5 0,1 -12,7 13,7 1,2 0,3 -7,8 10,1 Erfiðleikar með hreyfingu valdið lítilli/mjög lítilli vanlíðan á T3 -7,7 -1,2 -20,6 5,2 -4,9 -1,1 -13,9 4,2 Erfiðleikar í kynlífi valdið lítilli/mjög lítilli vanlíðan á T3 -4,8 -0,7 -19,6 10,0 -13,8 -2,8** -23,9 -3,7 Úthald valdið lítilli/mjög lítilli vanlíðan á T3 -8,2 -1 -25,0 8,7 1,1 0,2 -10,3 12,5 Þreyta valdið lítilli/mjög lítilli vanlíðan á T3 -1,0 -0,1 -16,2 14,3 -4,8 -0,9 -15,3 5,7 Svefnleysi valdið lítilli/mjög lítilli vanlíðan á T3 -4,1 -0,7 -16,6 8,4 -9,8 -2.3* -18,6 -1,1 Hægðatregða valdið lítilli/mjög lítilli vanlíðan á T3 -2,0 -0,4 -11,3 7,3 Tafla 5. Aðhvarfslíkön fyrir hugsanlegar spábreytur fyrir Líkamlegt heilsufar og Andlegt heilsufar sex vikum (T2) og sex mánuðum (T3) eftir útskrift af sjúkrahúsi† Líkamlegt heilsufar sex vikum eftir útskrift Líkamlegt heilsufar sex vikum eftir útskrift Vikmörk Andlegt heilsufar sex vikum eftir útskrift Andlegt heilsufar sex vikum eftir útskrift Vikmörk †einungis breytur sem hafa marktæk tengsl við háðu breyturnar eru settar í greininguna *marktæknimörk við p<0.05; **P<0.01 Leiðréttur R2 stuðull fyrir líkanið yfir Líkamlegt heilsufar er 0.473 sex vikum eftir aðgerð og 0.526 sex mánuðum eftir aðgerð; stuðullinn fyrir líkanið um Andlegt heilsufar er 0.324 sex vikum eftir aðgerð 0.492 sex mánuðum eftir aðgerð. F breyting er marktæk á öllum tímum við marktæknimörk p<0.01 F fyrir líkanið yfir Líkamlegt heilsufar er 6.254 sex vikum og 5.568 sex mánuðum eftir útskrift; fyrir líkanið yfir Andlegt heilsufar er F=6.246 sex vikum og 6.577 sex mánuðum eftir útskrift Heilsutengd lífsgæði sjúklinga eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.