Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 42
42 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022 sl. sólarhring, og að erfiðleikar á T3 með hreyfingu, í kynlífi, með úthaldsleysi, þreytu, svefnleysi og hægðatregðu yllu ekki vanlíðan. Fyrir flokkinn Andlegt heilsufar var á T2 marktækt samband við fleiri meðaltalsstig þess flokks við að vera með aðra sjúkdóma en þann sem leiddi til aðgerðar, að hafa á T2 náð sér vel/mjög vel, og að erfiðleikar á T2 með hreyfingu, í kynlífi, úthaldsleysi og mæði ylli ekki vanlíðan. Marktækt samband var við fleiri meðaltalsstig á Andlegu heilsufari á T3 við að vera kona, að hafa á T3 náð sér vel/mjög vel, ekki haft verki sl. sólarhring, og að erfiðleikar á T3 með hreyfingu, í kynlífi, með úthaldsleysi, þreytu, svefnleysi og hægðatregðu ylli ekki vanlíðan. Hugsanlegar spábreytur fyrir meðaltals- stigafjölda á flokkunum Líkamlegt heilsufar og Andlegt heilsufar á T2 og T3 Aðhvarfsgreiningarlíkön yfir hugsanlegar spábreytur fyrir meðaltalsstigafjölda á flokkunum Líkamlegt heilsufar og Andlegt heilsufar á T2 og T3 má sjá í töflu 5. Það skal tekið fram að þó svo framlag hverrar breytu hafi ekki alltaf verið tölfræðilega marktækt þá benda niðurstöður til þess að allar breytur í hverju líkani hafi haft framlag til stiga í líkaninu, þ.e. hafi áhrif á meðaltalsstigafjölda Líkamlegs heilsufars og Andlegs heilsufars á T2 og T3. Líkanið um flokkinn Líkamlegt heilsufar á T2 sýnir að það að vera byrjaður að vinna á T2, að hafa náð sér mjög vel á T2 og að hafa ekki verki síðastliðinn sólarhring á T2 er vísbending um fleiri stig í flokknum. Líkanið skýrir 47,3% (leiðrétt R2 er 0,473) af breytileika í Líkamlegu heilsufari á T2. Sé öllum öðrum breytum haldið stöðugum þá er sterkasta spábreyta fyrir fleiri stigum í Líkamlegu heilsufari á T2 að vera byrjaður að vinna (B = 2,4). Líkamlega heilsufarslíkanið á T3 sýnir að það hafa náð sér vel/mjög vel, spáir fyrir um fleiri stig í flokknum Líkamlegt heilsufar og er jafnframt eina og sterkasta spábreytan (B = 2,4). Líkanið skýrir 52,6% (leiðrétt R2 er 0,526) af breytileika í Líkamlegu heilsufari. Líkanið um flokkinn Andlegt heilsufar á T2 sýnir að það að vera ekki með aðra sjúkdóma en þann sem leiddi til aðgerðar spáir fyrir um fleiri stig í flokknum og er jafnframt eina og sterkasta spábreytan (B = 2,8). Líkanið skýrir 32,4% (leiðrétt R2 er 0,324) af breytileika í Andlegu heilsufari á T2. Andlega heilsufarslíkanið á T3 sýnir að það að hafa náð sér vel/mjög vel á T3, að kynlíf og svefnleysi valdi ekki vanlíðan á T3 spáir fyrir um fleiri stig. Líkanið skýrir 49,2% (leiðrétt R2 er 0,492) af breytileika í Andlegu heilsufari á T3. Sé öllum öðrum breytum haldið stöðugum þá er sterkasta spábreyta fyrir fleiri stigum í Andlegu heilsufari á T3 að kynlíf valdi ekki vanlíðan á T3 (B = 2,8). Breytur B t Lægri mörk Efri mörk B t Lægri mörk Efri mörk (Fasti) 68,8 13,9** 58,8 78,8 92,6 18,8** 82,8 102,4 Kyn (kona) -3,0 -0,7 -11,5 5,5 Byrjaður að vinna á T2 (já) 12,7 2,4** 1,8 23,6 Er með aðra sjúkdóma en þann sem leiddi til aðgerðar (já) -12,0 -2,8** -20,6 -3,4 Náð sér vel/mjög vel á T2 -11,5 -2,3* -21,7 -1,3 -7,6 -1,8 -16,1 0,9 Verkir síðastliðinn sólarhring spurt á T2 (já) -10,3 -2,3* -19,5 -1,1 Erfiðleikar með hreyfingu valdið lítilli/mjög lítilli vanlíðan á T2 -8,1 -1,6 -18,2 2,0 -4,1 -1,0 -12,7 4,5 Erfiðleikar í kynlífi valdið lítilli/mjög lítilli vanlíðan á T2 -2,0 -0,4 -10,8 6,9 Úthald valdið lítilli/mjög lítilli vanlíðan á T2 -3,1 -0,5 -16,0 9,7 -13,9 -2,6 -24,5 -3,3 Þreyta valdið lítilli/mjög lítilli vanlíðan á T2 -4,7 -0,8 -16,4 6,9 -0,7 -0,1 -10,9 9,5 Mæði valdið lítilli/mjög lítilli vanlíðan á T2 -4,7 -1,2 -12,5 3,1 (Fasti) 72,4 7,9** 53,6 91,2 90,1 26,5** 83,3 97,0 Byrjaður að vinna á T3 (já) 12,0 1,6 -3,1 27,1 Náð sér vel/mjög vel á T3 -19,2 -2,7* -33,6 -4,8 -11,3 -2,3* -21,5 -1,2 Verkir síðastliðinn sólarhring, spurt á T3 (já) 0,5 0,1 -12,7 13,7 1,2 0,3 -7,8 10,1 Erfiðleikar með hreyfingu valdið lítilli/mjög lítilli vanlíðan á T3 -7,7 -1,2 -20,6 5,2 -4,9 -1,1 -13,9 4,2 Erfiðleikar í kynlífi valdið lítilli/mjög lítilli vanlíðan á T3 -4,8 -0,7 -19,6 10,0 -13,8 -2,8** -23,9 -3,7 Úthald valdið lítilli/mjög lítilli vanlíðan á T3 -8,2 -1 -25,0 8,7 1,1 0,2 -10,3 12,5 Þreyta valdið lítilli/mjög lítilli vanlíðan á T3 -1,0 -0,1 -16,2 14,3 -4,8 -0,9 -15,3 5,7 Svefnleysi valdið lítilli/mjög lítilli vanlíðan á T3 -4,1 -0,7 -16,6 8,4 -9,8 -2.3* -18,6 -1,1 Hægðatregða valdið lítilli/mjög lítilli vanlíðan á T3 -2,0 -0,4 -11,3 7,3 Tafla 5. Aðhvarfslíkön fyrir hugsanlegar spábreytur fyrir Líkamlegt heilsufar og Andlegt heilsufar sex vikum (T2) og sex mánuðum (T3) eftir útskrift af sjúkrahúsi† Líkamlegt heilsufar sex vikum eftir útskrift Líkamlegt heilsufar sex vikum eftir útskrift Vikmörk Andlegt heilsufar sex vikum eftir útskrift Andlegt heilsufar sex vikum eftir útskrift Vikmörk †einungis breytur sem hafa marktæk tengsl við háðu breyturnar eru settar í greininguna *marktæknimörk við p<0.05; **P<0.01 Leiðréttur R2 stuðull fyrir líkanið yfir Líkamlegt heilsufar er 0.473 sex vikum eftir aðgerð og 0.526 sex mánuðum eftir aðgerð; stuðullinn fyrir líkanið um Andlegt heilsufar er 0.324 sex vikum eftir aðgerð 0.492 sex mánuðum eftir aðgerð. F breyting er marktæk á öllum tímum við marktæknimörk p<0.01 F fyrir líkanið yfir Líkamlegt heilsufar er 6.254 sex vikum og 5.568 sex mánuðum eftir útskrift; fyrir líkanið yfir Andlegt heilsufar er F=6.246 sex vikum og 6.577 sex mánuðum eftir útskrift Heilsutengd lífsgæði sjúklinga eftir liðskiptaaðgerð á mjöðm

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.