Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 57
2. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 57 Heilbrigðiskerfið verður sífellt flóknara og kröfur háværari um hagkvæmni og gæði þjónustunnar. Takmarkaður mannauður er ein mesta ógn heilbrigðiskerfisins þar sem víða er viðvarandi skortur á heilbrigðisstarfsfólki (World Health Organization, 2016). Samvinna og samskipti heilbrigðisstarfsmanna eru mjög mikilvæg þegar horft er til betri nýtingar mannauðs því góð samvinna eykur meðal annars starfsánægju og dregur úr starfsmannaveltu (Zhang o.fl., 2016). Rannsóknir hafa einnig sýnt að góð samvinna lækna og hjúkrunarfræðinga getur haft jákvæð áhrif á öryggi, batahorfur og upplifun skjólstæðinga (Ma o.fl., 2018; Martin o.fl., 2010). Kostir teymisvinnu í svæfingaþjónustu hafa verið þekktir svo áratugum skiptir (Abenstein og Warner, 1996), en hún er mikilvæg fyrir frammistöðu svæfingateymis og öryggi skjólstæðinga (Wacker og Kolbe, 2014) og hafa rannsóknir bent til þess að hún hafi jákvæð áhrif á klíníska færni heilbrigðisstarfsfólks og afdrif skjólstæðinga (Schmutz og Manser, 2013). Rannsóknir hafa sýnt að viðhorf hjúkrunarfræðinga til faglegrar samvinnu við lækna eru oft jákvæðari en viðhorf lækna til faglegrar samvinnu við hjúkrunarfræðinga (House og Havens, 2017; Malliarou o.fl., 2020). Rannsóknir á viðhorfum til samvinnu í svæfingateymum benda einnig til þessa (Jones og Fitzpatrick, 2009; Taylor, 2009; Vetter o.fl., 2019). Samskipti, virðing, traust og ólík valdsvið eru þættir sem gjarnan hafa áhrif á þessi viðhorf (House og Havens, 2017; Tang o.fl., 2013), en hins vegar virðast lífaldur, starfsaldur (Hansson o.fl., 2010) eða kyn sjaldan vera áhrifaþættir (Hansson o.fl., 2010; Hojat o.fl., 2001; Taylor, 2009). Undantekning frá þessu er rannsókn Taylor (2009), en þar reyndist fylgni milli lengri starfsaldurs svæfingalækna og jákvæðra viðhorfa til samvinnu. Þessu var öfugt farið hjá svæfingahjúkrunarfræðingum, sem auk þess reyndust hafa neikvæðari viðhorf til samvinnu eftir því sem þeir unnu meira með svæfingalæknum. Í annarri rannsókn kom fram hjá svæfingahjúkrunarfræðingum að skortur á færni í mannlegum samskiptum og virðingu í þeirra garð væri það sem helst kæmi í veg fyrir árangursríka samvinnu fagstéttanna (Jones og Fitzpatrick, 2009). Menntun og starfssvið svæfingahjúkrunarfræðinga er mismunandi eftir löndum (Drennan og Ross, 2019; McAuliffe og Henry, 1998), en starfssviðið er gjarnan viðameira í löndum þar sem skortur er á svæfingalæknum (Herion o.fl., 2019; Thatcher, 1953) og virðist þannig aðlagað að þörfum á hverjum stað. Víða er starfssvið svæfingahjúkrunarfræðinga þó ekki í samræmi við þá hæfni sem þeir búa yfir (Greenwood og Biddle, 2015), en þegar starfssviðið endurspeglar hana betur virðist starfsánægja vera meiri (Wands, 2018). Skortur á skýrum starfssviðum er meðal þess sem helst er talið ógna árangursríkri samvinnu lækna og hjúkrunarfræðinga (Aagaard o.fl., 2017). Svæfingahjúkrunarfræðingar og svæfingalæknar eru þar engin undantekning og geta óljós starfssvið þeirra leitt til hlutverkatogstreitu (Jameson, 2003). Á Norðurlöndum felur menntun svæfingahjúkrunarfræðinga í sér viðbótar diplóma- eða meistaranám (Jeon o.fl., 2015) sem er viðurkennt af Alþjóðasamtökum svæfingahjúkrunar- fræðinga og hefur menntun svæfingahjúkrunarfræðinga á Íslandi hlotið hæstu vottun samtakanna (International Federation of Nurse Anesthetists, 2022). Starfssvið svæfinga- hjúkrunarfræðinga er að mörgu leyti svipað á öllum Norðurlöndunum, en þó má finna dæmi um mun á milli landa. Til dæmis er í gæðastaðli svæfinga í Noregi gert ráð fyrir að svæfingahjúkrunarfræðingar hafi hæfni til að sjá sjálfstætt um svæfingar í ASA- INNGANGUR ARNA RUT GUNNARSDÓTTIR svæfingahjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri BJÖRN GUNNARSSON dósent Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri og Sjúkrahús Akureyrar MARGRÉT HRÖNN SVAVARSDÓTTIR dósent Hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri Viðhorf til faglegrar samvinnu í svæfingaþjónustu á Íslandi Ritrýnd grein | Peer review Höfundar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.