Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 13
2. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 13
yfirmenn, forsendur og fleira. Annars stigs forvarnir (secondary
prevention) eru þegar fólk er svo komið með einkenni og er
undir streituálagi. Á einhverjum tímapunkti er gott að skoða
álagspunkta bæði heima og í vinnunni. Vinnutengt álag er á
ábyrgð vinnuveitands og undir þeim aðstæðum er mikilvægt að
ræða við sinn yfirmann. Álagspunktarnir heima við eru flóknari
og oft og tíðum ekki hægt að minnka þá, til að mynda þegar fólk
á langveikt barn, stendur í skilnaði eða á veika foreldra. Forvarnir
hvað varðar hluti sem viðkomandi getur ekki breytt snúa að því
að fá stuðning til að takast á við aðstæður og tryggja nægjanlega
hvíld. Forvarnir eru mjög einstaklingsbundnar, hvíld frá álagi er
mjög einstaklingsbundin og það er engin vísindaleg aðferð sem
sýnir að annað sé betra en hitt. Að fara í göngutúr eða sund, iðka
núvitund eða að vinna í garðinum eru allt fínar forvarnir svo lengi
sem það hentar viðkomandi. Forvarnir verða að eiga sér stað á
mismunandi stigum hjá fólki; sem einstaklingar, í vinnuhópum
og á vinnustað. Stigin eru öll jafnmikilvæg en hingað til höfum
við aðallega verið að vinna með einstaklinginn og það þarf að
bæta við forvörnum í vinnuhópnum og á vinnustaðnum án þess
að fjarlægja einstaklingshlutann. Það er að segja, heilsuefling og
forvarnir verða að eiga sér stað á öllum þremur stigunum. Það er
oft bara rýnt í einstaklinginn hvað varðar forvarnir, til dæmis með
hreyfingu og streitustjórnun en það er ekki nóg, við þurfum að
horfa á alla þættina.“
Nokkur góð ráð til að fyrirbyggja kulnun
Kulnun er sem sagt of mikið álag til lengri tíma sem ekki
hefur verið tekist á við. „Álagið getur verið vegna aðstæðna á
vinnustaðnum, í einkalífinu, heimilislífinu og í samfélaginu
sem á endanum verður það til þess að viðkomandi fær einkenni
sem geta orðið langvarandi. Það getur verið gífurleg þreyta,
svefntruflanir og einkenni hvað varðar heilavirkni eins og t.d.
minnisleysi og þessi einkenni batna ekki á ákveðnum tíma þrátt
fyrir hvíld. Kulnun má ekki blanda saman við þreytu eftir mikla
vinnutörn sem góður svefn og hvíld nær að laga. Streita er best
skilgreind sem áreynsla eða álag sem einstaklingur mætir og hefur
með sér skammtímaáhrif á lífeðlisfræðileg kerfi sem að hjálpar
líkamanum til að takast á við álagið, til dæmis með hækkuðum
blóðþrýstingi eða hraðari púls. Viðkomandi mætir álagi eða
áreynslu með lífeðlisfræðilegri og sálfræðilegri svörun. Þegar álag
er gengið yfir þá fara kerfin aftur í jafnvægi. Þannig að streita er
í grunninn lífeðlisfræðilegt og sálfræðilegt ferli sem á sér stað á
hverjum degi. Streita eins og hún er skilgreind í lífeðlisfræðinni
er eðlilegur hluti lífsins. Það eru álagstoppar á hverjum degi sem
við mætum en mikilvægast er að kerfin fari niður aftur, að það
verði aftur jafnvægi. Við sjáum aftur á móti ekki miklar breytingar
lífeðlisfræðilega séð hjá sjúklingum með kulnun en þörf er á
meiri rannsóknum til að skýra það nánar. Aðalrannsóknarefnið
okkar á ISM núna varðar einstaklinga sem eru orðnir veikir
og eru í langvarandi kulnun, við erum að skoða hvort það sé
eitthvað annað en kulnun sem verður að greina og veldur því
að einstaklingar eru veikir svona lengi,“ segir Ingibjörg og að
lokum biðjum við hana um góð ráð til að fyrirbyggja að fólk fari
í kulnun. „Það er mikilvægt að tala við yfirmann sinn ef álag er of
mikið á vinnustað. Taka þátt í að efla sálfræðilega vinnumhverfið
á vinnustaðnum. Sjá til að fá næga hvíld frá amstrinu og minnka
álagspunkta ef það er hægt. Biðja um hjálp þegar álagspunktar í
einkalífi eru farnir að hafa áhrif á heilsuna er líka mikilvægt og
síðast en ekki síst að hlusta á líkamann þegar einkenni streitu eru
farin að láta á sér bera. Ekki bíða með að leita eftir aðstoð.“
„Eitt af fyrstu einkennum kulnunar eru
svefntruflanir, þ.e. fólk fer að sofa illa, vaknar
upp um miðjar nætur og getur ekki sofnað aftur.
Það tekur vinnuna með sér heim og er með
stöðugar áhyggjur sem það getur ekki losnað
við og er kannski farið að gleyma hlutum.“
Viðtal