Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 61
2. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 61 Ritrýnd grein | Peer review Sjálfstæði svæfingahjúkrunarfræðings Afstaða svæfingahjúkrunarfræðinga mældist jákvæðari en svæfingalækna í þessu þema (p = 0,013), en þó reyndist ekki marktækur munur á afstöðu til einstakra fullyrðinga. Flestir þátttakendur (94,9%) voru sammála um að svæfingahjúkrunarfræðingar ættu að taka þátt í stefnumótandi ákvörðunum er varðaði þá stoðþjónustu sem þeir treystu á í starfi sínu. Þátttakendur voru allir sammála um að svæfingahjúkrunarfræðingar ættu að bera ábyrgð gagnvart sjúklingi á þeirri hjúkrunarmeðferð sem þeir veita. Þá voru allir þátttakendur sammála þeirri fullyrðingu að svæfingahjúkrunarfræðingar ættu að ganga úr skugga um að fyrirmæli svæfingalækna væru rétt ef þeir teldu að framkvæmd þeirra gæti skaðað sjúkling, en 73,7% svæfingalækna og 86,6% svæfingahjúkrunarfræðinga voru mjög sammála þessari fullyrðingu. Vald læknis Í báðum spurningum þessa þema var stigagjöf snúið við og benda því fleiri stig til jákvæðara viðhorfs til samvinnu og höfnunar á því að læknar eigi að fara með ráðandi vald. Meðalstigafjöldi í hópi svæfingahjúkrunarfræðinga var hærri en meðalstigafjöldi í hópi svæfingalækna í þeim báðum og svæfingalæknar því líklegri til að vera sammála fullyrðingunum um að læknar eigi að fara með ráðandi vald (p < 0,001). Hlutfall svæfingalækna (66,7%) sem taldi að læknar ættu að hafa ráðandi vald í öllum heilbrigðismálum var tífalt hærra en hlutfallið (6,7%) í hópi svæfingahjúkrunarfræðinga. Um 72,3% svæfingalækna voru sammála um að meginhlutverk svæfingahjúkrunarfræðinga væri að framfylgja fyrirmælum svæfingalækna en 79,6% svæfingahjúkrunarfræðinga voru ósammála þeirri fullyrðingu. Hlutverk svæfingahjúkrunarfræðinga Alls tóku 86 þátttakendur afstöðu til spurningarinnar „Hlutverk og starfssvið svæfingahjúkrunarfræðinga er vel skilgreint og skýrt“ og voru 52,3% sammála fullyrðingunni. Marktækur munur var á afstöðu stéttanna til þessarar fullyrðingar (p = 0,045); meðalstigafjöldi í hópi svæfingahjúkrunarfræðinga var 2,6 (± 0,9) og meðalstigafjöldi í hópi svæfingalækna 2,2 (± 0,6). Í hópi svæfingahjúkrunarfræðinga voru 44,3% ósammála fullyrðingunni, en 68,4% í hópi svæfingalækna. Rannsókn okkar sýnir að viðhorf svæfingahjúkrunarfræðinga og svæfingalækna til samvinnu eru nokkuð jákvæð. Viðhorf svæfingahjúkrunarfræðinga til samvinnu eru í heildina heldur jákvæðari en viðhorf svæfingalækna, þó að ekki muni miklu. Þetta er í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna meðal hjúkrunarfræðinga og lækna almennt (House og Havens, 2017), en viðhorf í svæfingaþjónustu virðast jákvæðari hjá svæfingalæknum hér á landi samanborið við fyrri rannsóknir í Bandaríkjunum (Jones og Fitzpatrick, 2009; Taylor, 2009). Rannsóknin varpar einnig ljósi á mjög áhugaverðar niðurstöður varðandi hlutverk og starfssvið svæfingahjúkrunarfræðinga sem reyndust óskýr, sér í lagi hjá svæfingalæknum. Staðan var þó ekki UMRÆÐA mikið betri hjá svæfingahjúkrunarfræðingum, því annar hver svæfingahjúkrunarfræðingur segir að starfssvið og hlutverk sitt sé ekki nægilega vel skilgreint og skýrt. Þetta er áhyggjuefni sem að okkar mati þarf að bregðast við. Afstaða þátttakenda til einstakra fullyrðinga og þema gefa mjög athygliverðar vísbendingar. Tífaldur munur á afstöðu fagstéttanna til þess hvort læknar eigi að fara með ráðandi vald í öllum heilbrigðismálum er mjög afgerandi niðurstaða og þrátt fyrir að fyrri rannsóknir hafi vissulega sýnt fram á valdabaráttu þessara stétta (Aagaard o.fl., 2017; Jameson, 2003; Karam o.fl., 2018) áttum við ekki von á svona miklum mun. Það viðhorf meirihluta svæfingalæknanna, að meginhlutverk svæfingahjúkrunarfræðinga sé að framfylgja fyrirmælum svæfingalækna er trúlega af sama meiði og kom þetta viðhorf sterklega fram í sambærilegri rannsókn í Bandaríkjunum (Jones og Fitzpatrick, 2009). Þó ber að hafa í huga að einungis tæplega helmingur starfandi svæfingalækna hér á landi tók þátt í rannsókninni og því verður að túlka niðurstöðurnar með þeim fyrirvara. Sænsk rannsókn sýndi mun jákvæðari viðhorf hjá heilsugæslulæknum til samvinnu (Hansson o.fl., 2010), en viðhorf lækna til hlutverka hjúkrunarfræðinga hafa þó lítið verið rannsökuð með tilliti til sérgreina. Samkvæmt skilgreiningu Karam o.fl. (2018) snýst samvinna meðal annars um sameiginlega ábyrgð á ákvarðanatöku. Því kemur spánskt fyrir sjónir að flestir svæfingalæknar telji að þeir eigi að fara með ráðandi vald og að meginhlutverk svæfingahjúkrunarfræðinga sé að framfylgja fyrirmælum þeirra, en líta þó á svæfingahjúkrunarfræðinga sem samstarfsmenn sína frekar en aðstoðarmenn. Þetta bendir mögulega til þess að skilningur fagstéttanna á samvinnu sé ekki sá sami, en það er vel þekkt að læknar og hjúkrunarfræðingar líti samvinnu ólíkum augum (House og Havens, 2017; Makary o.fl., 2006) og því snúið að bera saman viðhorf til hennar. Þrátt fyrir að svör þátttakenda byggist á huglægu mati þeirra á hvað telst fagleg samvinna, fer sú afstaða að annar aðilinn eigi að fara með valdið ekki saman við aukna áherslu á teymisvinnu í heilbrigðiskerfinu (Rosen o.fl., 2018; Wacker og Kolbe, 2014; World Health Organization, 2010). Styrkleikar og takmarkanir rannsóknarinnar Meginstyrkur rannsóknarinnar felst í því að notað var viðurkennt staðlað mælitæki sem gefur möguleika á samanburði við þær fjölmörgu erlendu rannsóknir sem það hefur verið notað í. Mælitækið er þó ekki gallalaust og þrátt fyrir að vandað hafi verið til við þýðingu þess eru spurningar sem hægt er að skilja á ólíka vegu eða eiga illa við markhópinn, rétt eins og í frumeintakinu. Þar sem engin hæfniviðmið, gæðastaðlar eða ítarlegar starfslýsingar eru til fyrir störf svæfingahjúkrunarfræðinga á Íslandi þótti höfundum rannsóknarinnar mikilvægt að kanna hvort fagaðilar í svæfingaþjónustu teldu að hlutverk og starfssvið svæfingahjúkrunarfræðinga væru skýr. Til þess að meta þetta var einungis ein samsett spurning þar sem samtímis var spurt um hlutverk og starfssvið. Ekki er hægt að alhæfa út frá svörum við henni, en þau gefa þó til kynna að mikilvægt sé að skoða þetta nánar og þörf á að skilgreina hæfniviðmið og starfssvið svæfingahjúkrunarfræðinga. Takmarkanir rannsóknarinnar voru lítið úrtak og tiltölulega lágt svarhlutfall, sérstaklega hjá svæfingalæknum. Gæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.