Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 10
10 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022 Viðtal Svefntruflanir og gleymska fyrstu einkenni kulnunar Kulnun (e.burnout) hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri og samkvæmt könnun sem gerð var meðal starfsfólks Landspítala hafði rúmlega fjórðungur þess upplifað einkenni kulnunar síðastliðna 12 mánuði, en 20% þeirra sem tóku þátt í könnuninni hafði alvarlega íhugað að fara í veikindaleyfi vegan kulnunar eða örmögnunar. Kulnun er margþætt fyrirbæri og ýmsar hliðar þarf að skoða en skilgreiningar á kulnun hafa verið að breytast með tímanum eftir því sem rannsóknum fleygir fram. Vísbendingar eru um að verið sé að ofnota hugtakið kulnun og rannsóknir í dag miða að því að greina hvað telst raunverulega vera kulnun og hvað eitthvað annað. Ingibjörg Jónsdóttir er prófessor í lífeðlisfræði og forstöðukona við Institute for Stress Medicine (ISM) í Gautaborg, sem er stofnun sem rannsakar álagsþætti í heilbrigðiskerfinu. Starf stofnunarinnar tengist fyrirtækjaheilsu og er í grófum dráttum tvískipt. Annars vegar er það stuðningur við heilbrigðiskerfið hvað varðar vinnuaðstæður, vinnuskilyrði og streitu á vinnustöðum og hins vegar klínískar rannsóknir á meðal annars einstaklingum sem hafa lent í kulnun. Blaðamaður heyrði í Ingibjörgu sem býr í Gautaborg og ræddi við hana um kulnun, hugtak sem hefur verið áberandi í umræðunni undanfarið og kannski óljóst hvað nákvæmlega það felur í sér þegar einstaklingur fer í kulnun. Þegar álagið er meira en fólk ræður við Hvað er kulnun? „Hefðir þú spurt mig fyrir 10 árum hefði ég svarað öðruvísi en ég geri í dag en það er skilgreiningaratriði hvernig maður svarar þeirri spurningu. Í dag er verið að nota orðið kulnun í of víðum skilningi og við erum núna að vinna mikið í því að flokka hvað telst raunverulega vera kulnun. Ef við horfum til 7. áratugarins þegar þessi fræði komu fyrst fram og farið var að sjá einstaklinga sem unnu með fólk, til að mynda innan heilbrigðiskerfisins og kennara, þá voru þessir einstaklingar tilfinningalega mjög þreyttir og búnir á því og ástæðan virtist tengjast því að vinna með fólk og öllu því álagi sem fylgir slíkum störfum. Þegar Christina Maslach kom fram með hugtakið kulnun var það fyrst og fremst tengt því að vera undir miklu álagi í vinnu og aðallega var það tengt einstaklingum sem voru að vinna með fólk. Síðar kom í ljós að þetta var ekki svona einfalt og að einstaklingar geta lent í alls konar álagi óháð vinnustað. Sumt fólk getur einfaldlega lent í kulnun þegar það er meira álag á það en það getur tekist á við sem gerir það að verkum að það fer að fá einkenni þreytu, heilabúið virkar ekki sem skildi og hugrænt getur það lent í kvíða, þunglyndi og svefntruflunum. Þetta á samt ekki við um alla, í flestum tilvikum erum við vel í stakk búin til að takast á við álag ef við fáum að hvíla okkur á milli álagstíma.“ Ingibjörg segir miklar breytingar hafa átt sér stað í atvinnumálum á síðustu áratugum og að störf sem áður hafi verið talin mjög heilbrigð séu í dag talin álagsstörf. „Miklar breytingar hafa orðið í heilbrigðiskerfinu, á sjúkrahúsum og í skólum sem hefur gert það að verkum að þetta teljast ekki lengur vera heilbrigð störf. Það Viðtal: Kristín Rósa Ármannsdóttir | Myndir: Úr einkasafni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.