Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 10
10 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022 Viðtal Svefntruflanir og gleymska fyrstu einkenni kulnunar Kulnun (e.burnout) hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri og samkvæmt könnun sem gerð var meðal starfsfólks Landspítala hafði rúmlega fjórðungur þess upplifað einkenni kulnunar síðastliðna 12 mánuði, en 20% þeirra sem tóku þátt í könnuninni hafði alvarlega íhugað að fara í veikindaleyfi vegan kulnunar eða örmögnunar. Kulnun er margþætt fyrirbæri og ýmsar hliðar þarf að skoða en skilgreiningar á kulnun hafa verið að breytast með tímanum eftir því sem rannsóknum fleygir fram. Vísbendingar eru um að verið sé að ofnota hugtakið kulnun og rannsóknir í dag miða að því að greina hvað telst raunverulega vera kulnun og hvað eitthvað annað. Ingibjörg Jónsdóttir er prófessor í lífeðlisfræði og forstöðukona við Institute for Stress Medicine (ISM) í Gautaborg, sem er stofnun sem rannsakar álagsþætti í heilbrigðiskerfinu. Starf stofnunarinnar tengist fyrirtækjaheilsu og er í grófum dráttum tvískipt. Annars vegar er það stuðningur við heilbrigðiskerfið hvað varðar vinnuaðstæður, vinnuskilyrði og streitu á vinnustöðum og hins vegar klínískar rannsóknir á meðal annars einstaklingum sem hafa lent í kulnun. Blaðamaður heyrði í Ingibjörgu sem býr í Gautaborg og ræddi við hana um kulnun, hugtak sem hefur verið áberandi í umræðunni undanfarið og kannski óljóst hvað nákvæmlega það felur í sér þegar einstaklingur fer í kulnun. Þegar álagið er meira en fólk ræður við Hvað er kulnun? „Hefðir þú spurt mig fyrir 10 árum hefði ég svarað öðruvísi en ég geri í dag en það er skilgreiningaratriði hvernig maður svarar þeirri spurningu. Í dag er verið að nota orðið kulnun í of víðum skilningi og við erum núna að vinna mikið í því að flokka hvað telst raunverulega vera kulnun. Ef við horfum til 7. áratugarins þegar þessi fræði komu fyrst fram og farið var að sjá einstaklinga sem unnu með fólk, til að mynda innan heilbrigðiskerfisins og kennara, þá voru þessir einstaklingar tilfinningalega mjög þreyttir og búnir á því og ástæðan virtist tengjast því að vinna með fólk og öllu því álagi sem fylgir slíkum störfum. Þegar Christina Maslach kom fram með hugtakið kulnun var það fyrst og fremst tengt því að vera undir miklu álagi í vinnu og aðallega var það tengt einstaklingum sem voru að vinna með fólk. Síðar kom í ljós að þetta var ekki svona einfalt og að einstaklingar geta lent í alls konar álagi óháð vinnustað. Sumt fólk getur einfaldlega lent í kulnun þegar það er meira álag á það en það getur tekist á við sem gerir það að verkum að það fer að fá einkenni þreytu, heilabúið virkar ekki sem skildi og hugrænt getur það lent í kvíða, þunglyndi og svefntruflunum. Þetta á samt ekki við um alla, í flestum tilvikum erum við vel í stakk búin til að takast á við álag ef við fáum að hvíla okkur á milli álagstíma.“ Ingibjörg segir miklar breytingar hafa átt sér stað í atvinnumálum á síðustu áratugum og að störf sem áður hafi verið talin mjög heilbrigð séu í dag talin álagsstörf. „Miklar breytingar hafa orðið í heilbrigðiskerfinu, á sjúkrahúsum og í skólum sem hefur gert það að verkum að þetta teljast ekki lengur vera heilbrigð störf. Það Viðtal: Kristín Rósa Ármannsdóttir | Myndir: Úr einkasafni

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.