Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 15
2. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 15 Viðtal Er DAM-hópmeðferð eða einstaklingsmeðferð? Hvoru tveggja, full meðferð tekur sex mánuði og skiptist í að einstaklingur fer í hópmeðferð einu sinni í viku í tvær klukkustundir og í einstaklingsviðtal hjá sínum meðferðaraðila vikulega. Getur DAM-meðferð verið fyrirbyggjandi úrræði fyrir börn og unglinga sem eiga við tilfinningalegan óstöðugleika að stríða? Já líklega, það hefur ekki verið rannsakað eins mikið og DAM- meðferð fyrir fullorðna en færniþættirnir eru eitthvað sem er hjálplegt fyrir alla og fyrirbyggjandi í sársaukafullum aðstæðum. DAM-meðferðarformið hefur verið notað á BUGL svo við vitum til. Eru margir fagaðilar hér á landi sem bjóða upp á DAM-meðferð? Landspítalinn er eini staðurinn að okkur vitandi þar sem boðið er upp á fulla DAM-meðferð en svo eru einkaaðilar eins geðhjúkrunarfræðingar og sálfræðingar sem nýta sér DAM- meðferðartæknina með sínum skjólstæðingum. Eitt af skilyrðum DAM-meðferðar þar sem meðferð er skipt í hópmeðferð og einstaklingsmeðferð er að það sé teymisvinna með vikulegri handleiðslu. Hver er framtíðarsýn teymisins? Við erum stöðugt að vinna að umbótum til þess að geta þjónustað hópinn okkar betur. Á síðustu mánuðum hefur okkur tekist að auka skilvirkni teymisins sem hefur stytt bið eftir meðferð um nokkra mánuði. Biðin er þó enn um hálft ár svo vinnan heldur áfram. Af öðrum umbótaverkefnum má nefna aukna notkun tæknilausna, að bæta þjónustu við fjölskyldur skjólstæðinga og að auka stuðning við þá sem hafa einangrast félagslega vegna sinna geðrænu áskorana. Að lokum verðið þið varar við að fordómar gagnvart geðsjúkdómum fari minnkandi í samfélaginu? Já sem betur fer er ekki lengur álitið feimnismál eða skammarlegt að leita sér hjálpar vegna geðrænna áskorana. Fordómar byggjast á vanþekkingu og aukin umræða, bæði meðal fagfólks og almennt í samfélaginu, er mikilvæg til að draga úr þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.