Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Page 15
2. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 15 Viðtal Er DAM-hópmeðferð eða einstaklingsmeðferð? Hvoru tveggja, full meðferð tekur sex mánuði og skiptist í að einstaklingur fer í hópmeðferð einu sinni í viku í tvær klukkustundir og í einstaklingsviðtal hjá sínum meðferðaraðila vikulega. Getur DAM-meðferð verið fyrirbyggjandi úrræði fyrir börn og unglinga sem eiga við tilfinningalegan óstöðugleika að stríða? Já líklega, það hefur ekki verið rannsakað eins mikið og DAM- meðferð fyrir fullorðna en færniþættirnir eru eitthvað sem er hjálplegt fyrir alla og fyrirbyggjandi í sársaukafullum aðstæðum. DAM-meðferðarformið hefur verið notað á BUGL svo við vitum til. Eru margir fagaðilar hér á landi sem bjóða upp á DAM-meðferð? Landspítalinn er eini staðurinn að okkur vitandi þar sem boðið er upp á fulla DAM-meðferð en svo eru einkaaðilar eins geðhjúkrunarfræðingar og sálfræðingar sem nýta sér DAM- meðferðartæknina með sínum skjólstæðingum. Eitt af skilyrðum DAM-meðferðar þar sem meðferð er skipt í hópmeðferð og einstaklingsmeðferð er að það sé teymisvinna með vikulegri handleiðslu. Hver er framtíðarsýn teymisins? Við erum stöðugt að vinna að umbótum til þess að geta þjónustað hópinn okkar betur. Á síðustu mánuðum hefur okkur tekist að auka skilvirkni teymisins sem hefur stytt bið eftir meðferð um nokkra mánuði. Biðin er þó enn um hálft ár svo vinnan heldur áfram. Af öðrum umbótaverkefnum má nefna aukna notkun tæknilausna, að bæta þjónustu við fjölskyldur skjólstæðinga og að auka stuðning við þá sem hafa einangrast félagslega vegna sinna geðrænu áskorana. Að lokum verðið þið varar við að fordómar gagnvart geðsjúkdómum fari minnkandi í samfélaginu? Já sem betur fer er ekki lengur álitið feimnismál eða skammarlegt að leita sér hjálpar vegna geðrænna áskorana. Fordómar byggjast á vanþekkingu og aukin umræða, bæði meðal fagfólks og almennt í samfélaginu, er mikilvæg til að draga úr þeim.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.