Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 76

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 76
76 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022 Fyrri rannsóknir hafa einnig sýnt að ýmsir þættir geta hvatt til smokkanotkunar. Í rannsókn Chernick o.fl. (2019) kom meðal annars fram að það sem helst hvatti til smokkanotkunar var mikilvægi þess að fyrirbyggja þungun, kynfræðsla í skólum og skilaboð um að það væri eðlilegt að nota smokkinn. Þá kom einnig fram í rannsókn Breny og Lombardi (2017) mikilvægi þess að nota smokka til að fyrirbyggja þungun. Að auki er mikilvægt að einstaklingurinn hafi jákvæð viðhorf til smokkanotkunar og nægjanlegt sjálfsöryggi þegar kemur að notkun hans en í rannsókn Black og félaga (2011) kom fram sterk fylgni á milli sjálfstrúar varðandi smokkanotkun (e. self-efficacy) og smokkanotkunar við síðustu samfarir. Það er sérstök ástæða til að skoða smokkanotkun meðal ungra karlmanna hér á landi þar sem hún er minni nú en áður. Tilgangur þessarar rýnihóparannsóknar var að skoða hvaða þættir skipta máli varðandi smokkanotkun, bæði hvetjandi og letjandi þættir. Þessi rannsókn er hluti af stærra rannsóknarverkefni. Um er að ræða tvær rannsóknir sem byggjast báðar á eigindlegri aðferð. Annars vegar er rætt við unga karlmenn í rýnihópum um smokka og notkun þeirra og hins vegar eru tekin einstaklings- viðtöl við unga karlmenn um sama efni. Hér er gerð grein fyrir rýnihóparannsókninni. Rannsóknarsnið Í þessari rannsókn var stuðst við eigindlegt rannsóknarsnið og byggðist hún á viðtölum við rýnihópa. Rýnihópar (e. focus groups) er eigindleg aðferð sem notuð er til þess að öðlast betri skilning á þeirri reynslu og viðhorfum sem hópurinn býr yfir á viðfangsefninu. Rýni (e. focus) er hugtak sem á við um markvissa athugun (Sóley S. Bender, 2013). Aðferðin byggir á félagslegum samskiptum innan hóps þar sem hlustað er á fólk ræða saman og rannsakendur læra af því (Madriz, 2000). Markmiðið með rýnihóparannsóknum, líkt og þessari, er að hóparnir endurspegli vissa breidd í viðhorfum og fái nýja innsýn í það hvernig einstaklingar upplifa aðstæður (Casey og Krueger, 1994). Í þessari rannsókn um smokkanotkun meðal ungra karlmanna þótti mikilvægt að geta rýnt í þetta efni því nauðsynlegt er að skilja betur viðhorf þeirra til þessa málaflokks og hvernig ungir menn ræða um það sín á milli. Við leit að rannsóknum um smokka og notkun þeirra virðist mun algengara að þær byggist á megindlegu fremur en eigindlegu rannsóknarsniði. Slík aðferð gefur yfirsýn yfir málefnið en nær ekki að fara á meiri dýpt um efnið. Þörf er á því að skoða þetta málefni af meiri dýpt og varð því rýnihóparannsókn fyrir valinu (Sóley S. Bender, 2013). Þátttakendur Í rannsóknina voru valdir einstaklingar með tilgangsúrtaki sem höfðu sameiginleg grundvallareinkenni er laut að kyni, aldri og menntun (Sóley S. Bender, 2013). Eins mátti gera ráð fyrir að þeir hefðu vissa reynslu af efninu. Að auki voru þátttakendur valdir með snjóboltaaðferð þar sem þátttakendur bentu á aðra mögulega þátttakendur. Valdir voru tveir framhaldsskólar, annar í Reykjavík og hinn á Akureyri, til AÐFERÐ Smokkanotkun ungra karlmanna að fá þátttakendur og voru kennarar beðnir um að aðstoða við val á nemendum. Siðfræðilegir þættir rannsóknar Vísindasiðanefnd veitti leyfi fyrir rannsókninni, VSNb2017110012/03.01. Jafnframt veittu skólastjórnendur í tveimur framhaldsskólum leyfi, annar í Reykjavík og hinn á Akureyri. Allir þátttakendur fengu bréf um rannsóknina áður en viðtölin hófust sem útskýrði tilgang hennar, í hverju þátttakan fælist, tímalengd viðtalsins og rétt þátttakenda. Framkvæmd Gagnasöfnun fór fram í mars 2018. Farið var í tvo framhaldsskóla og tekin viðtöl við þrjá hópa í hvorum skóla, alls sex rýnihópa. Viðtölin byggðu á ákveðnum spurningaramma. Fyrst var spurt almennra spurninga, annars vegar um hvers vegna væri mikilvægt að nota smokka og hins vegar hvort væru einhver skilaboð, frá samfélaginu, foreldrum og vinum, sem ungir piltar fengju um smokkanotkun. Í framhaldi af því var spurt um hvers vegna smokkar væru ekki notaðir og það rætt út frá margvíslegum þáttum (s.s. kaup á smokk, kostnaði, notkun hans, áfengi o.fl.). Síðan var grennslast fyrir um þá þætti sem gætu hvatt unga karlmenn til að nota smokka (s.s. ákveðni, aðgengi, framtíðaráætlanir o.fl.). Unnið var út frá svörum viðmælenda hverju sinni en þess gætt að halda umræðum innan ramma rannsóknarspurningarinnar. Hvert viðtal var hljóðritað. Gagnagreining Viðtölin voru skráð frá orði til orðs. Við gagnagreiningu var byggt á rammaaðferð (e. framework method) Gale og félaga (2013). Aðferðin er gagnleg til þess að draga saman gögn og flokka textann í þemu á þann hátt að það sé hægt að svara rannsóknarspurningunni. Aðferðin er byggð á sjö stigum og hefur þeim ítarlega verið lýst í BS-verkefni Sigurbjargar Lindar Ellertsdóttur og Snæfríðar Jóhannesdóttur (2018). Til að lýsa aðferðinni í mjög stuttu máli þá voru snemma í ferlinu ákveðin viðtöl kóðuð og þessir kóðar síðan flokkaðir saman. Að lokum var efnið sett fram sem þemu. Áður en greiningarammi lá fyrir hafði aðalrannsakandi og nemendur greint tvö viðtöl. Bárum við saman greiningu okkar og fundum lausn á því sem reyndist vera ólíkt. Það fólst m.a. í því hvernig kóðuð gögn voru flokkuð saman. Endurskoðaður greiningarammi var síðan notaður við greiningu hinna viðtalanna. Alls tóku 36 piltar þátt í rannsókninni og voru þeir úr tveimur framhaldsskólum á landinu. Það voru 17 ungir karlmenn af höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 18-23 ára og 19 þátttakendur frá Akureyri á aldrinum 18-19 ára. Fjöldinn í rýnihópunum var á bilinu 4-7, meðalfjöldi 6 þátttakendur. Aðeins einn hópur var með 4 einstaklingum. Ungu mennirnir voru almennt sammála um að aðgengi að smokknum væri gott og auðvelt væri að nálgast þá í helstu verslunum landsins. Hins vegar væri ýmislegt sem hindraði þá sjálfa við kaup á smokkum og óttuðust sumir viðhorf afgreiðslufólks. Almennt fannst þeim að smokkar þyrftu að vera sýnilegir allt árið um kring NIÐURSTÖÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.