Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Blaðsíða 26
26 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022 mátti álykta að kvenkyns hjúkrunarfræðingar væru aðeins metnaðarfyllri en karlkyns hjúkrunarfræðingar. Að sama skapi kom fram að karlkyns hjúkrunarfræðingar voru álitnir vera aðeins hugrakkari, sjálfstæðari og létu síður álit annarra hafa áhrif á sig að mati almennings. Mikilvægt að fjölga körlum í hjúkrun Áhugavert var að sjá í niðurstöðunum að almenningur myndi hvetja bæði kynin til jafns til að verða hjúkrunarfræðingur ef viðkomandi sýndi starfinu áhuga þrátt fyrir að almenningur telji fagstétt hjúkrunarfræðinga mjög kvenlæga eða 96,1%). Þegar almenningur var spurður um helstu ástæður fyrir því að karlar velji síður að verða hjúkrunarfræðingar þá voru lág laun helsta ástæðan (35,1%). Aðrar ástæður voru að fagið væri kvennastarf (13,8%), ímynd/viðhorf og fordómar gagnvart karlkyns hjúkrunarfræðingum (13,6%) og kvenlæg menning innan starfsins (10,5%). Mikill meirihluti almennings, tæplega 72%, telur að jafnara kynjahlutfall innan hjúkrunarstéttarinnar hefði jákvæð áhrif, en líta má svo á að það sé eðlilegt í ljósi þess að helmingur skjólstæðinga heilbrigðisþjónustunnar eru karlkyns og mikilvægt er að kynjahlutfall í heilbrigðisstarfsstéttum endurspegli nútímasamfélag. Niðurstöður um viðhorf hjúkrunarfræðinga Hjúkrunarfræðingar voru sammála um að mjög mikilvægt væri að auka hlutfall karla í hjúkrun, en niðurstöður sýndu að 74% þátttakenda hafi álitið það vera mjög mikilvægt. Þegar þeir voru spurðir hvaða leiðir væru heppilegar til þess að stuðla að hækkuðu hlutfalli karlkyns hjúkrunarfræðinga í stéttinni, merktu 62% við hækkun á launum, 42% auglýsingar og 29% vildu auka sýnileika og umræðu um karla í hjúkrun. Fagstétt hjúkrunarfræðinga er mjög kvenlæg enda eru 97% íslenskra hjúkrunarfræðinga kvenkyns. Að mati hjúkrunarfræðinga gerir það karlkyns hjúkrunarfræðingum erfitt fyrir í starfi, en aðrir þættir eins og staðalímyndir, fordómar og laun voru einnig nefndir í könnuninni sem hamlandi þættir í þessu samhengi. Þegar hjúkrunarfræðingar voru beðnir um að taka dæmi um að hvaða leyti fagstétt hjúkrunarfræðinga væri kvenlæg var hátt kynjahlutfall kvenkyns hjúkrunarfræðinga efst á lista, oft sé hugtakið „hjúkka“ notað í stað hjúkrunarfræðings, eða „stelpurnar á vaktinni“, kvenlægir eiginleikar, gildi og viðhorf væru til staðar innan stéttarinnar auk ímyndarvanda og fordóma. Þegar kemur að vinnu- staðarmenningu hjúkrunar- fræðinga var hún talin vera mjög kvenlæg. Einnig kom fram að aðstaða og aðbúnaður á vinnustöðum gerði ekki ráð fyrir karlkyns hjúkrunarfræðingum, sérstaklega þegar kemur að búninga- aðstöðu. Fagstétt hjúkrunarfræðinga 8,6% 19,8% 71,6% Miklum Í meðallagi Engum/litlum 0% 25% 50% 75% 100% Vinnustaðamenning hjúkrunarfræðinga 9,5% 27,6% 62,9% 0% 25% 50% 75% 100% Ef þú þyrftir á þjónustu hjúkrunarfræðings á að halda, myndir þú kjósa karlkyns eða kvenkyns hjúkrunarfræðing eða finnst þér það ekki skipta máli? Fjöldi % Karlkyns (1) 5 0,6% Kvenkyns (2) 66 8,7% Kyn skiptir ekki máli (3) 686 90,7% 0,6% 8,7% 90,7% Vilja fleiri karlkyns hjúkrunarfræðinga í stéttina Þegar rýnt er niðurstöður könnuninnar er áhugavert að sjá að hjúkrunarfræðingum finnst mikilvægt að fjölga karlkyns hjúkrunarfræðingum innan stéttarinnar, en nær 95% hjúkrunarfræðinga sem tóku þátt í könnunni fannst það skipta miklu eða í meðallagi máli. Hins vegar er það dapurleg staðreynd að meirihluti almennings (62,7%) og hjúkrunarfræðinga (61,6 %) telji að það þurfi fleiri karla í stéttina til að hækka laun hjúkrunarfræðinga þar sem laun eiga ekki að vera kynbundin, heldur í samræmi við menntun, hæfni og ábyrgð einstaklingsins. Þetta sýnir hvað við sem samfélag erum komin stutt í vegferðinni að jafna kynbundinn launamun í íslensku atvinnulífi. Sérstaklega gleðilegt er að sjá hversu almenningur er jákvæður gagnvart stétt hjúkrunarfræðinga, eða 91% og að almenningur er afar áhyggjufullur yfir skorti á hjúkrunarfræðingum á Íslandi (yfir 90%). Þessar niðurstöður gefa til kynna skilning á stöðu hjúkrunar á Íslandi og mikilvægi áframhaldandi kjarabaráttu stéttarinnar til að leiðrétta kynbundinn launamun sem hún líður enn fyrir. Heilt yfir eru niðurstöður þessar könnuninnar afar mikilvægar, bæði hvað varðar sterka stöðu hjúkrunar á Íslandi hvað varðar viðhorf almennings og jákvætt viðhorf hjúkrunarfræðinga og almennings til karlkyns hjúkrunarfræðinga. Þær gefa hagsmunaaðilum sterk skilaboð varðandi framtíðarstefnumótun og hjúkrunarfræðingum sjálfum byr undir báða vængi til áframhaldandi góðra verka. 1 https://realmanswork.wordpress.com/2012/05/05/male-nurses-worldwide/ 2 https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/FOR/Fylgiskjol-i-frett/ Ver%C3%B0m%C3%A6tamat%20kvennastarfa_Sk%C3%BDrsla%20og%20till%C3%B6gur%20 starfsh%C3%B3ps%20til%20umsagnar.pdf 3 https://www.stjornarradid.is/library/01--Frettatengt---myndir-og-skrar/FOR/Fylgiskjol-i-frett/ Ver%C3%B0m%C3%A6tamat%20kvennastarfa_Sk%C3%BDrsla%20og%20till%C3%B6gur%20 starfsh%C3%B3ps%20til%20umsagnar.pdf 4 https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/Skyrsla_monnun_ hjukrunarfr_21082020.pdf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.