Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Qupperneq 25
2. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 25
Könnunin á meðal almennings samanstóð af 13
spurningum, en könnun til félagsmanna Fíh innihélt
20 spurningar. Spurningarnar voru unnar af meðlimum
verkefnahópsins í samvinnu við Maskínu. Í báðum
könnunum voru lokaðar spurningar, spurningar með
5 punkta Likert-kvarða, fjölvalsspurningar og opnar
spurningar sem veitti svarendum möguleika á að svara
með eigin orðum.
Almenningur jákvæður í garð
hjúkrunarfræðinga
Almenningur gaf til kynna mjög jákvætt viðhorf til
hjúkrunarfræðinga eða 91% svarenda sem er gríðarlegt
mikilvægt í ljósi þess að hjúkrunarfræðingar starfa
á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar. Á sama
tíma hefur almenningur miklar áhyggjur af skorti
hjúkrunarfræðinga til starfa eða um 2/3 svarenda. Þegar
almenningur var spurður út í undirliggjandi ástæður fyrir
skorti hjúkrunarfræðinga kom í ljós að mönnunarvandi
var þar í fyrsta sæti og síðan álag í starfi, léleg þjónusta og
mikilvægi hjúkrunarfræðinga í starfi.
Ljóst er að viðhorf almennings til hjúkrunarfræðinga er
mjög jákvætt en á sama tíma hefur almenningur áhyggjur
af skorti á hjúkrunarfræðingum sem er þekkt vandamál
hér á landi eins og skýrslan, Mönnun hjúkrunarfræðinga,
sem kom út árið 2020 sýnir fram á4. Viðunandi mönnun
hjúkrunarfræðinga er forsenda þess að hægt sé að veita
örugga og skilvirka heilbrigðisþjónustu og því afar
mikilvægt að tryggja næga mönnun þeirra sem fellur að
þörfum heilbrigðiskerfisins til framtíðar.
Kyn hjúkrunarfræðings skiptir ekki máli
Almenningur hefur almennt mjög jákvætt viðhorf til
karlkyns hjúkrunarfræðinga og 92% svarenda sögðu að
kyn hjúkrunarfræðings skiptir ekki máli þegar þeir fá
þjónustu hjúkrunarfræðings. Þegar rýnt var í aldursbil
svarenda kom fram að 13,4 % á aldursbilinu 40-49
ára og 16,9% 60 ára og eldri vildu fremur kvenskyns
hjúkrunarfræðinga en karlkyns. En á aldursbilinu 18-39
ára skipti kyn hjúkrunarfræðings nær engu máli.
Sömuleiðis telur almenningur að sömu eiginleikar
einkenni karlkyns og kvenkyns hjúkrunarfræðinga þ.e.
gott viðmót, góðmennska, umhyggja og aðrir jákvæðir
persónueiginleikar. Út frá svörum í sömu spurningu
Tafla 1. Úrtak og svörun
Upphaflegt úrtak 3.655
Vantaði netfang 82
Endanlegt úrtak 3.171
Neita að svara 191
Næst ekki í 1.622
Fjöldi svarenda 1.358
Svarhlutfall 42,80%
Tafla 2. Helstu ástæður fyrir skorti á hjúkrunarfræðingum
á Íslandi
Mönnunarvandi 26,2%
Álag 13,4%
Léleg þjónusta 10,7%
Mikilvægi hjúkrunarfræðinga 10,8%
Laun 10,1%
Mikilvægt að fjölga körlum í hjúkrun