Heilbrigt líf - 01.06.1941, Page 10

Heilbrigt líf - 01.06.1941, Page 10
tölum og bænum að fá ferðamenn og frjettaritara til hjálp- ar. Sumir þeirra gátu þó ekki afborið það, að hafa eymd- ina fyrir augum og flúðu á brott þaðan. Bændakonurnar ítölsku urðu alveg forviða, þegar þær sáu Dunant líkna særðum mönnum úr flokki fjandmann- anna með sömu nærgætni og særðum ítölum og Frökkum. En þær urðu fljótt gagnteknar af líknsemi hans og mann- ást og fylgdu dæmi hans í öllu. Þegar bændur þeirra fundu að þessu, breiddi kona ein faðminn móti hinum særðu og sagði: „Tutti fratelli“ („Allir (eru) bræður“). Svo mik- ill máttur fylgdi orðum hennar, að bændurnir þögnuðu og ljetu sjer segjast. Og Dunant kjöri orðin síðan að ein- kunnarorðum hjúkrunarsveitanna. Öll hús í bænum Castiglione urðu að sjúkrahúsum. Á steingólf kirknanna var hálmur breiddur og þar lagðir særðir menn, hlið við hlið. Og meira að segja á götum úti voru sjúkrarúm. Dunant gekk sem miskunnsamur engill milli sjúkling- anna. Þeir höfðu ekki augun af honum, hvert sem hann fór, linandi þjáningar hinna veiku og huggandi hugsjúka, svo sem honum var unnt. Á herspítalanum gullu við fagn- aðaróp í hvert sinn, er hann kom inn. Fjórum dögum eftir fólkorustuna við Solferino fór Du- nant á fund yfirhershöfðingja Frakka og fór þess á leit, að fá að nota starfskrafta hinna austurrísku lækna, er þeir höfðu tekið til fanga. Málinu var vel tekið, en þó var Dunant ráðlagt að snúa sjer beint til Napóleons keisara, sem varð þegar við málaleitun hans og jafnan velviljaður Dunant og hlynntur hugsjónum hans eftir þetta. Með viðtali, brjefaskriftum og óþreytandi elju fjekk Dunant því til leiðar komið, að allmargt kvenna úr ýms- um áttum lögðu hjúkrunarstarfinu lið. Voru meðal þeirra nokkrar tignar konur, er yfirgáfu heimili sín um skeið, til 8 Heilbrigt líf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heilbrigt líf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.