Heilbrigt líf - 01.06.1941, Qupperneq 11
þess að geta líknað hinum særðu, og þótti þetta nýlunda
mikil.Ýmis konar gjafir til sjúklinganna bárust og víða að.
í samkvæmissal einum í Milano ljet Dunant í fyrsta
sinn í ljós hugmynd sína um sameiginlegt einkenni, sem
allt hjúkrunarfólk og öll tæki, sem lyti að hjúkrun særðra
í hernaði, væri merkt með. Kvenfólkið tók hugmyndinni
með gleði, en karlmenn töldu hana óframkvæmanlega.
Segir Dunant, að samúð kvennanna hafi aukið sjer traust
og trú á sigur málsins; enda kom að því áður langt leið,
að Rauðakross-merkið varð til, viðurkennt, víðfrægt og
blessað um allan heim.
Meðan Dunant vann að hjúkrun hermanna eftir orust-
una við Solferino, vaknaði hjá honum hugmyndin um
sveit sjálfboðaliða til verndar og hjúkrunar særðum hei--
mönnum. Ennfremur varð honum þá ljós nauðsynin á því,
að særðir hermenn, hjúkrunarsveitir og hjúkrunarstöðv-
ar sje friðheilagt í ófriði. Einsetti hann sjer, að unna sjer
engrar hvíldar fyrr en friðhelgi þessi væri virt og viður-
kennd af öllum menningarþjóðum.
Árið 1862 kom út bók hans, Minning frá Solferino, og
gerir hann þar grein fyrir hugmyndum sínum og skoð-
unum. Minningin um það, sem hann hafði þar heyrt og
sjeð, varð honum sem skerandi angistaróp, sem sí og æ
kvað við í eyrum hans. f bókinni stillir hann orðum sín-
um í hóf, en segir þó nakinn sannleikann um hörmungar
vígvallanna.
Bókinni var snúið á nálega allar tungur Norðurálfu, og
smám saman fjekk hún til vegar komið gagngerðri bylt-
ingu í hugsunarhætti þjóða um meðferð og hjúkrun
særðra hermanna.
Ekki minnist höfundurinn á afnám alls hernaðar í bók
sinni, enda þótt hann væri þá gagntekinn af hugsuninni
um þetta. En hann sá, að enn var ekki kominn tími til að
minnast á það. Hann ritaði þó á þessa leið: „Að skýra
Heilbrigt líf
9