Heilbrigt líf - 01.06.1941, Side 12

Heilbrigt líf - 01.06.1941, Side 12
blátt áfram frá eyðilegging og ógnum styrjalda, það er hið sama og að prjedika óbeinlínis frið. Það er viðbjóður- inn á styrjöldum, sem hefir knúið mig fram“. Fyrsta skrefið, sem unnt var að stíga að hinu mikla marki, var það, að draga úr mannúðarleysinu í orustum. I öllum síð- ari ritverkum sínum talar hann um hugsjón friðar og framgang hennar. Auðsætt var, að hugmyndir Dunants mundu aldrei kom- ast í framkvæmd án öflugs áróðurs og auglýsingastarfs. í þessu skyni tóku nú höndum saman Dunant og fjórir menn aðrir. Dunant bauðst til að leggja fram allt fjeð. Hann gaf þegar 50.000 franka til prentkostnaðar, ann- aðist launagreiðslur tveggja ritara, en fór sjálfur í ferða- lög, víðsvegar um Norðurálfu, til þess að ná tali af ríkis- stjórum og öðrum valdsmönnum. Og langoftast mætti hann skilningi og aðdáun; því að hann var flestum mönn- um viðmótshlýrri og átti samtalsgáfu svo að af bar. Það var í rauninni þessi 5 manna nefnd, sem Ijet drauma Dunants rætast og stofnsetti Rauða Krossinn. Merkur rithöfundur hefir látið svo um mælt: ,,Að fimm embættis- og valdalausir menn skyldu geta hrundið af stað fyrirtæki, sem hefir jafnmikið heimssögulegt gildi og Rauði Krossinn, að þeir skyldu geta hrundið því í fram- kvæmd, án þess að festast í netjum pólitískra bragða eða ríkisaðgerða, það verður um allar aldir eitt af sterkustu gögnunum um horfinn stórleik hinnar 19. aldar. Þjóða- bandalagið frá 1918, þessi risavaxna, ráðþrota og rán- dýra embættismannastofnun, hefir engu áorkað, sem jafn- ast geti við hið alþýðlega og mannúðga starf þessara fimm manna“. Dunant var ekki einungis hugsjónamaður, heldur og óvenju hagsýnn. Hann vann að því að fá París á sitt band og stofna þar miðstöð auglýsingastarfsins. Þetta tókst honum. Blaðakostur borgarinnar lagðist á sveif með hon- 10 Heilbrigt líf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heilbrigt líf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.