Heilbrigt líf - 01.06.1941, Síða 12
blátt áfram frá eyðilegging og ógnum styrjalda, það er
hið sama og að prjedika óbeinlínis frið. Það er viðbjóður-
inn á styrjöldum, sem hefir knúið mig fram“. Fyrsta
skrefið, sem unnt var að stíga að hinu mikla marki, var
það, að draga úr mannúðarleysinu í orustum. I öllum síð-
ari ritverkum sínum talar hann um hugsjón friðar og
framgang hennar.
Auðsætt var, að hugmyndir Dunants mundu aldrei kom-
ast í framkvæmd án öflugs áróðurs og auglýsingastarfs.
í þessu skyni tóku nú höndum saman Dunant og fjórir
menn aðrir. Dunant bauðst til að leggja fram allt fjeð.
Hann gaf þegar 50.000 franka til prentkostnaðar, ann-
aðist launagreiðslur tveggja ritara, en fór sjálfur í ferða-
lög, víðsvegar um Norðurálfu, til þess að ná tali af ríkis-
stjórum og öðrum valdsmönnum. Og langoftast mætti
hann skilningi og aðdáun; því að hann var flestum mönn-
um viðmótshlýrri og átti samtalsgáfu svo að af bar.
Það var í rauninni þessi 5 manna nefnd, sem Ijet
drauma Dunants rætast og stofnsetti Rauða Krossinn.
Merkur rithöfundur hefir látið svo um mælt: ,,Að fimm
embættis- og valdalausir menn skyldu geta hrundið af
stað fyrirtæki, sem hefir jafnmikið heimssögulegt gildi
og Rauði Krossinn, að þeir skyldu geta hrundið því í fram-
kvæmd, án þess að festast í netjum pólitískra bragða eða
ríkisaðgerða, það verður um allar aldir eitt af sterkustu
gögnunum um horfinn stórleik hinnar 19. aldar. Þjóða-
bandalagið frá 1918, þessi risavaxna, ráðþrota og rán-
dýra embættismannastofnun, hefir engu áorkað, sem jafn-
ast geti við hið alþýðlega og mannúðga starf þessara fimm
manna“.
Dunant var ekki einungis hugsjónamaður, heldur og
óvenju hagsýnn. Hann vann að því að fá París á sitt band
og stofna þar miðstöð auglýsingastarfsins. Þetta tókst
honum. Blaðakostur borgarinnar lagðist á sveif með hon-
10
Heilbrigt líf