Heilbrigt líf - 01.06.1941, Side 21
in og svo þar, sem volgar sundlaugar hafa verið gerðar.
Nýbúið er að skýra frá því, að þeir, sem hafa baðker í
heimahúsum, noti þau sáralítið til kerlauga. Þetta á sjer
ýmsar orsakir. í fyrsta lagi er kerlaug vafstursamari en
steypubaðið. í öðru lagi er hún margfalt dýrari. f þriðja
lagi eru heitavatnsgeymar óvíða svo stórir, að hægt sje að
taka nema eina eða tvær kerlaugar á kvöldi. f fjórða lagi
vilja menn heldur skola óhreinindin af sjer um leið og
þau losna, en liggja niðri í allri óhreinindasúpunni, á sama
hátt og menn vilja heldur þvo sjer um hendur í rennandi
vatni, en upp úr eigin skolpi í þvottafati. Meðfædd hrein-
lætiskennd ræður mestu um það. Baðkerið er því notað
sem þró til þess að standa í undir steypubaðinu. Til þess
er það óþarflega stórt og dýrt. Niðurfall í gólfi og kork-
plata á gólfi myndi gera sama gagn. Til barnabaðs er það
líka of stórt og óhentugt. — Á híbýlasýningu í Stokkhólmi
fyrir nokkrum árum voru sýnd áberandi mörg nýtískuhús
með baðkerum,sem voru rúmlega hálf lengd venjulegs bað-
kers. Þau voru dýpri en venjuleg baðker, en jafn breið.
Þau minntu að löguninni til á balana eða stampana, sem
notaðir voru í jólabaðinu hjer á landi um aldamótin. Þau
voru nothæf fyrir kerlaug með því að sitja í þeim, í stað
þess að liggja. Þau voru tilvalin barnabaðker og mátuleg
þró fyrir steypubað. Þau kostuðu allt að helmingi minna
en venjuleg baðker og tóku hálfu minna rúm. Þessi bað-
keragerð mun að mestu óþekkt hjer á landi, þótt víða
gæti komið sjer vel af ofangreindum ástæðum. Fyrir verð-
mismuninn mátti fá rafmagnshitaðan vatnsgeymi. Við það
varð notandinn ekki lengur háður miðstöðvarhita hússins.
En sá er einn ljóður á þeim kerlaugarbaðsið, sem hjer
ríkir nú, að nálega undantekningarlaust er ekki hægt að
fá heitt bað, nema með því að kveikja upp í miðstöð húss-
ins. Þó þekkjast gasofnar í Reykjavík. Gerir það ýmsa
erfiðleika og glundroða í böðum manna, þegar ekki er
Heilbrigt líf
19