Heilbrigt líf - 01.06.1941, Side 25
miklu örar og ákveðnar en áður; en við það verður lík-
aminn miklu betur viðbúinn að jafna líkamshitann, forð-
ast ofkælingu og hleypa ofmiklum áreynsluhita ört út. Síð-
ara atriðið getur aukið þol, en það fyrra er heilsuvernd.
Það er eftirtektarvert, að Finnar eru mestir þolhlauparar
allra sambærilegra þjóða og yfirleitt þolbestir í Olympíu-
leikum, og mega þeir eflaust þakka það baðsið sínum að
mjög miklu leyti. Þá er annað eftirtektarvert, að enda þótt
í öllu Finnlandi, nema norðantil, ríki sú hráslagalegasta
veðrátta, sem þekkist í álfunni, þá eru þó kvefsjúkdómar
ekki algengari þar en annarsstaðar. Má einnig ugglaust
þakka það þessum baðsið Finna.
Hjer hefir í fáum dráttum verið stiklað á helstu kost-
um hins finnska baðstofubaðs, eins og það gefst Finnum
eftir aldagamla reynslu. Þó hefir ekki verið minnst á þá
nautn og líkamlegu vellíðan, sem baðið veitir, sje það
rjett tekið; má eftirláta hverjum, sem baðið reynir, að
dæma um slíkt. Hinu má ekki gleyma, að þessi góði
árangur er bundinn við rjettan baðsið. í þeim efnum eru
Finnar svo nákvæmir, að ókunnugum finnst nálgast smá-
munasemi. En allt veltur einmitt á þessum smámun-
um, sem margra alda reynsla hefir kennt Finnum að ríg-
binda sig við. Við það hefir myndast sá baðsiður, sem
hlýða verður skilmálalaust, ef árangur á að nást. Hjer
fara á eftir helstu reglur hans, og er það miðað við, að
baðstofan hafi bæði steypibaðsklefa og hvíldarherbergi,
þar sem menn klæðast úr og í og hvílast eftir baðið, og
baðstofan sje með finnskum baðofni. Það er m. ö. o. mið-
að við fullkomna finnska almenningsbaðstofu.
Reglur um finnskt baðstofubað.
Varúð: Farið aldrei í bað strax eftir fulla máltíð. Eftir
máltíð skal fresta baði um 2—3 tíma. Það er ekki held-
ur talið hollt að drekka á undan baðinu. Fólk með hjarta-
Heilbrigt líf 23