Heilbrigt líf - 01.06.1941, Page 26
og nýrnasjúkdóma ætti alls ekki að fara í baðstofubað,
nema það ráðfæri sig við lækni sinn áður. Óráðlegt er
að vera einn í baði. í öllu þessu er þó hófleg reynslan
ólygnust.
Baðreglur: Þegar baðendur hafa afklæðst í hvíldar-
klefanum, er venjan að byrja á þrifabaði í steypuklefan-
um, og fara svo inn í baðstofuna og leggjast á eins há-
an bekk og þeir vel þola. Sje baðstofan mjög heit, þegar
inn er komið, er áríðandi að beygja sig strax svo langt
niður sem nauðsyn krefur, uns hitinn þolist og menn venj-
ast honum. Einnig ber hverjum baðenda að hafa hugfast,
áður en inn er farið, að komi til óþægilegrar eða sjúklegr-
ar líðanar meðan á baði stendur, ber honum að fara sam-
stundis út, og fara undir kælandi steypu.
Einhver baðenda tekur að sjer að vera baðmeistarL
Starf hans er fólgið í því, að gefa á, þ. e. að taka heitt
vatn í ausu úr hana á vatnskassa baðofnsins, og smá-
skvetta úr henni á járnkúlurnar ofan á ofninum. Hitn-
ar þá inni og myndast þægileg en ósýnileg gufa. Þægilegt
er að setja örfáa dropa af skógarfuruolíu (Aetheroleum
Pini silvestris) saman við vatnið í ausuna, áður en á er
gefið.
Er baðendur hafa svitnað vel og dvalist nægju sína á
bekkjum baðstofunnar, fá þeir sjer kröftugt sápubað og
kælandi steypubað í steypuklefanum. Því næst er farið aft-
ur inn í baðstofuna og gefið enn meira á. Samtímis skipt-
ast menn á að berja sig með birkihrísvendi, sem áður hef-
ir verið vel bleyttur í vel volgu vatni (bæði til mýktar og
eins til þess að laufið falli síður af) — uns svitinn bogar
af baðendum og þeim finnst nóg komið.
Hvild: Að því búnu skola baðendur af sjer, sápulaust,
vel og lengi í eins kaldri steypu og þeir þola, þurrka sjer
vel og vefja um sig laki og teppi á hvílubekkjunum.
24
Heilbrigt líf