Heilbrigt líf - 01.06.1941, Qupperneq 29
hafa steypuklefa í baðstofunni, heldur sápuþvo sig upp úr
heitu vatni í bala eða stampi (rjett eins og við), og skola af
sjer, og kæla sig á eftir, ýmist í snjó, stöðuvatni eða sjó.
Þetta dregur geysilega úr stofnkostnaði og sparar vatn,
þar sem lítið er um það.
Við erum þá komin að þeirri baðstofugerðinni, sem al-
gengust er í Finnlandi, en það er lítil stofa úr timbri með
lóðréttum þiljum, um það bil 2—3 metrar á hvern veg eða
10—15 rúmmetrar, með steinofni og reykháfi í einu horn-
inu, og misháum trjelegubekkjum á tvo vegu. Bekk-
irnir ganga það hátt, að rjett aðeins er hægt að
sitja upprjettur á efsta bekk. Hver bekkur er sethæð og
rúmlega mannslengd. Þiljur og bekkir er lakkborið, en
ekki fernisborið. Niðurfall er í gólfi. Á annarri hliðinni út
frá ofninum er gluggi, en á hinni eru dyr út í fatageymslu-
fordyrið. Þar er eldiviðarskáp komið fyrir sem næst ofn-
inum. Finnar brenna viði til að hita baðið, og tekur það
vanalega 3—5 kl.st., uns baðhiti er fenginn. Eldiviður er
ódýr í Finnlandi.
Steinofninn þolir ekki hitann betur en svo, að hann
þarf að fá mikla endurbyggingu á ári hverju. Það gera
sjerstakir „kunnáttu“-karlar og skeikar ekki, þótt enga
hafi þeir útreikninga eða teikningar. En þessi sífellda end-
urbót hefir alltaf aftrað því, að finnska baðstofan breidd-
ist nokkuð út erlendis. Jafnvel ríkir Finnar búsettir er-
lendis hafa gefist upp við að flytja árlega heila smálest af
finnskum steini til endurbóta á ofnum sínum. En Finnar
sverja og sárt við leggja, að enginn steinn dugi í baðstofu,
nema finnskur.
Það vakti býsna mikla athygli, þegar Finnar sýndu
nýjan baðofn, múraðan steypujárnsofn í finnskri baðstofu,
á Ólympisku leikunum í Berlín 1936, og vorið áður í Stokk-
hólmi, sem gerði nákvæmlega sama gagn og steinofninn,
Heilbrigt líf
27