Heilbrigt líf - 01.06.1941, Side 35
þegar hann var fræðslumálastjóri, og skrifaði grein í Vöku
um finnskar baðstofur, hafa beitt sjer fyrir því á nokkr-
um stöðum á Vestfjörðum, að menn gerðu sjer baðofna úr
bensíntunnum, með því að festa annan botninn þversum
í miðja tunnuna og hafa eldhólf í neðri partinum, en steina
kringum reykganginn í efri, opna helmingnum. Telur hann
það hafa gefið góðan árangur. — Árangur? — Já, hvernig
á baðið að vera til þess að gefa góðan árangur, spyr eðli-
7. mynd. Gufubaðslaug við Sundlaug Akureyrar.
lega sá, sem aldrei hefir komið í finnskt bað. Þótt reynt
hafi verið að lýsa því nákvæmlega hjer að framan, þá gæti
það þó verið álitamáþef ekki væri til einfalt áhald,sem mæl-
ir það svo vísindalega nákvæmlega,að ekki verður umdeilt.
Það er því fyllilega öruggt til sjálfsbjargar í þessum efn-
um, og heitir rakamælir, psykrometer. Bestan rakamæli
getur hver og einn búið sjer til sjálfur. Það kostar hann
aðeins að kaupa tvo mjólkurhitamæla í stað eins, og setja
þá upp á sömu fjölina jafnhátt í baðstofuna (rúml. mið-
bekkja). Til þess að fá rakamælingu út úr þessu, þarf að
vef ja enda af ljereftsræmu utan um kvikasilfurskúlu annaré
mælisins, en setja hinn hluta ræmunnar ofan í lítið vatns-
Heilbrigt líf — 3
33