Heilbrigt líf - 01.06.1941, Síða 42
feiti á þann hátt; og loks er þá brædd feiti notuð út á mat-
inn eða sósa úr feiti og hveiti o. s. frv. Þessi matar-
gerð tíðkast einna mest hjá hinum tekjuhærri borgurum,
því að hún krefst talsverðrar velmegunar.En einmitt þar er
hið líkamlega erfiði oft ófullnægjandi, og er matargerðin
því í raun og veru gagnstæð því, sem ætti að vera, og val
fæðunnar hið óheppilegasta. Þessi dæmi eru nefnd sem
sýnishorn þeirra ytri orsaka, er oft hafa offitu í för með
sjer. Mergurinn málsins er sá í þessum tilfellum, að meira
er borðað en þörf er á, miðað við erfiði líkamans; að
óheppileg tíska í matargerð og matvælaiðnaði á þar mikla
sök á, en fólk hins vegar eigi svo frótt um næringarfræði-
leg efni sem skyldi.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að tveir menn,
sem borða sama mat og vinna sömu vinnu, þrífast eigi
ávallt jafn vel. Annar þarf e. t. v. miklu minna að borða
en hinn, til þess að halda holdum. Talið er, að þessi mis-
munur liggi í upplaginu, sem er þá venjulega meðfætt og
fengið að erfðum.
Fjöldi fólks, ekki síst konur, borða mjög lítið, þær reyna
að hreyfa sig og reyna á sig eftir föngum, en safna samt
holdum. Hjer er um að ræða offitu, sem stafar af innri or-
sökum. Stundum er hægt að sýna fram á með rannsókn
á efnaskiptum líkamans, að þetta stafar af trufluðu starfi
lokaðra kirtla, er annars halda efnaskiptunum í jafnvægi.
En þetta tekst ekki nærri alltaf, og oft er það svo, að innri
orsakir offitu eru næsta óljósar og vafalaust oft ærið flókn-
ar. Loks er oft um að ræða bæði ytri og innri orsakir
offitunnar. En víst er um það, að þegar hún er komin,
verður fólk oft makindalegt, hreyfir sig lítið, og þá helst
ekki nema í bifreið. Það fitnar enn meira, einmitt þegar
áríðandi er, að grípa til skynsamlegra ráða: hreyfa sig
meira og borða minna.
Það á ekki alltaf við að tala um offitu sem sjúkdóm.
40 Heilbrigt líf