Heilbrigt líf - 01.06.1941, Side 44
Fyrsta boðorðið er að verjast offitunni. Einkum ættu
þeir, sem eiga til feitra að telja og þegar upplagið lætur
bóla á sjer, að gæta þess frá upphafi að taka tillit til þessa
í mat og drykk og leggja stund á næga hreyfingu, líkam-
legt erfiði eða íþróttaiðkanir.
Sje veruleg offita þegar komin, verður strax að berjast
gegn því, að hún aukist. Boðorðið er aftur: Meiri hreyf-
ingu, minni mat. Mjög mikið af offitu stafar af þeim
skaðlega óvana að borða of mikið, miðað við næringar-
þörfina. Eins og áður var sagt, laumast fitan að mörg-
um manninum og konunni smátt og smátt að óvörum.
Súkkulaði- og kaffiboð með tertu, rjómakökum, vínar-
brauðum og fjölmörgum öðrum tegundum, eiga sinn þátt
í þessu.
Hver sá, er dregur við sig einn sykurmola á dag, ljettist
um 1 kílógramm á ári, að öðru jöfnu.
Þegar nú við bætist tískan með steiktan mat, sem í
eðli sínu er oftast feitur fyrir, er miklu hægt að afreka, ef
þessar útlendu matarvenjur væru lagðar niður. Kyrrsetu-
fólkið á að lifa á ljettum mat, en erfiðismennirnir þarfn-
ast hins vegar meiri fitu og kolvetna.
Hvað má þá feitlagið fólk borða? Þarf hver sá, sem
er feitlaginn að upplagi, að hálfsvelta sig alla ævi? Því fer
fjarri. Feitt fólk hefir sama rjett til að borða sig mett eins
og hver annar, en það á aðeins að gæta þess að borða
þann mat, sem því er hentugur, en forðast hinn.
Þeirri fæðu, sem feitu fólki er óhætt að borða, má eink-
um skipta í tvo flokka. Annars vegar eru ljettar grænmet-
is- og káltegundir, en hins vegar magrar kjöttegundir og
fisktegundir og magrir ostar.
Af kálmeti og ljettu grænmeti má það borða eins mikið
og lystin leyfir, og er það mikill kostur, því að grænmetið
er fyrirferðarmikið og því væntanlegt til þess að veita
42
Heilbrigt líf