Heilbrigt líf - 01.06.1941, Side 45
saðningstilfinningu. Grænmetistegundirnar innihalda að-
eins sáralítið af fitu og eggjahvítu, nokkuð af sykri eða
kolvetnum, en þó eigi nema smámuni móts við mjölmatinn,
t. d. hveiti, haframjöl, rúgmjöl, hrísgrjón og kartöflumjöl.
Káltegundir, svo sem blómkál og hvítkál, innihalda ekki
nema um 5 % kolvetni og eru tífalt minna fitandi en sami
bungi af brauði. Grænkál, gulrætur og gulrófur eru tölu-
vert næringarmeiri en þessar káltegundir, en þó ekki svo,
að ekki sje óhætt að neyta þeirra í talsverðu magni. Öðru
máli gegnir um kartöflur, sem eru nálega helmingi auð-
ugri að kolvetnum en þessar tegundir og ber því að fara
varlega í kartöfluneyslu, ef um offitu er að ræða. Marg-
ar jurtaætur lifa einvörðungu á grænmeti, en slíkt er alls
ekki ráðlegt, því að meltingarfæri mannsins eru eigi eins
úr garði gerð og í venjulegum grasbítum. En grænmetis-
neyslan er mjög heppileg fyrir fólk, sem þjáist af offitu.
Hún veitir saðning, og kolvetnainnihald grænmetisins er
hæfilega mikið til þess að verjast sárri hungurtilfinningu.
Fjöldi rannsókna hefir sýnt, að blóðið þarf að hafa
í sjer ákveðið sykurmagn. Fari blóðsykurinn niður úr því,
sem æskilegt er, kemur fram sterk hungurtilfinning. Sje
mikils neytt af sykri eða kolvetnum, t. d. með morgun-
kaffinu, hækkar blóðsykurinn upp fyrir eðlileg mörk um
stund, en sykrinum er fljótlega kippt þaðan burt og hon-
um safnað í forðabúr sem fitu, ef líkamleg áreynsla er of
lítil til þess, að hann brenni við orkuframleiðsluna, sem
vinnan útheimtir. En ekki nóg með þetta; blóðsykurinn
fellur venjulega niður fyrir æskilegt mark iy2—2 tímum
eftir kolvetnisríka máltíð og kemur þá fram hungur-
tilfinning og aukin matarlyst, og er þetta óþægilegt fyrir
þann, sem er að forðast offituna. Það er því mjög heppi-
leg tilhögun að neyta grænmetis, sem er aðeins nægilega
kolvetna- eða sykurauðugt til þess að halda blóðsykrin-
Heilbrigt líf
43