Heilbrigt líf - 01.06.1941, Blaðsíða 49
að fylgjast með þyngdinni vikulega, og fólk ætti að fara
sjer að engu óðslega. Það er hæfilegt að Ijettast um t/i>
kílógramm, í mesta lagi 1 kg. á viku. Óþolinmæði á eng-
an rjett á sjer. Það getur verið skaðlegt að megrast ört.
Minnist þess, að pund á viku er 52 pund á ári, og að hjer
er um að ræða tilraun til þess að öðlast betri líðan og
lengja lífið.
KRAFTAVERKIÐ í KONUNGABÓKINNI
í heilagri ritningu er því lýst, að Sanherib, einvaldsherra frá
Assýriu, fór með óvígan her að Jerúsalem, á 14. ríkisári Hiskía
konungs. Horfði báglega fyrir Gyðingum, en þá vildi til það krafta-
verk, að engill drottins fór að nóttu til í herbúðir Assýringa og
laust 185 þúsund hermenn: „Og er menn risu morguninn eftir, sjá,
þá voru þeir allir liðin lik“.
Svipaður atburður vildi til á ný í heimsstyrjöldinni. Lord Allen-
by, hershöfðingi Breta, missti þá nokkur hundruð hermenn. Þeir
dóu allir í svefni, sömu nóttina. Bar þá að af sömu slóðum og hei--
lið Sanheribs. Af sögunni má ráða, að herlið Sanheribs og Lord
Allenby’s hafðist við um hríð í hinum djúpa og heita Jórdandal,
þar sem nóg er um mývarginn. En þegar upp kom í kuldanepju
Júdeufjalla, dóu hermennirnir umvörpum, enda er 3500 feta hæðar-
munur á Jórdan og Jerúsalem.
Nú er spurningin, hvernig lá í þessu kraftaverki? Breskir sýkla-
fræðingar rjeðu þá gátu. í blóði hinna framliðnu hermanna fundust
sem sje sýklar þeir, er valda mýraköldu eða malaría, og dóu þeir
af hjartabilun. Þessi sjúkdómur breytti rás viðburðanna á dögum
Hesekíasar. Og enn umturnaði mýrakaldan hernaðaráformum Breta
og Bandamanna þeirra árið 1918.
Enn í dag er nóg um mývarginn í hitasvækju og votlendi Jór-
dandalsins, sem er tilvalinn staður til tímgunar mýflugunnar. Það
er alveg sjerstök flugutegund, Anopheles-mý\§, sem sýkir menn
af mýraköldu. Flugan bítur sjúkling, sýgur blóð og sýkla, en spýtir
þeim jafnharðan í næsta mann, sem á vegi hennar verður. Það er
lcvenflugan, sem bítur •— karlflugan er sauðmeinlaus! G. Cl.
Heilbrigt líf
47