Heilbrigt líf - 01.06.1941, Side 52
og dóu 114. Hjeraðslæknirinn í Blönduóshjeraði getur um
18 ára stúlku, sem hafði verið á dansleik, en gekk heim til
sín um nóttina 8—10 km. langan veg í köldu veðri. Orðin
kvefuð daginn eftir, en þó í votabandi þann dag allan.
Veiktist hastarlega um kveldið, og dó á 1. sólarhring.
Þetta hefir bersýnilega verið hjartanu ofraun, eftir það,
sem á undan var gengið. — Einn lungnabólgusjúklingur
Grímsness-læknisins veiktist í tjaldi uppi í öræfum sunn-
an Langjökuls. Hiti um 40°. Hjeraðslæknirinn ljet tjalda
öðru stærra tjaldi utan yfir hitt tjaldið, en kynda prímus
milli tjaldanna, til þess að halda jöfnum hita. Á 8. degi
urðu sótthvörf, og hitinn fjell í piltinum. Þetta var lungna-
bólgulækning á fjöllum uppi. Það er auðsjeð, að læknir-
inn hefir ekki dáið ráðalaus á þurru landi!
Skarlatssótt er landlæg í Reykjavík, en væg. —
Svefnsýki fengu 2 menn í Akureyrarhjeraði. —
Heimakomu fengu 62, og dóu 2. Læknar róma góðan
árangur af prontosil-lækningu.
Mjög lítið er um þrimlasótt (erythema nodosum),
er líta ber á sem undanfara eða byrjunarstig berklaveik-
innar. Alls aðeins 12 sjúklingar. Vafalítið vottur um
minnkandi berklasmitun.
Ristill (herpes zoster) er furðu algengur — taldir
fram 62 sjúklingar. Eftirköstin eru stundum þrálátar
þrautir vikum eða mánuðum saman.
Alvarlegur faraldur af mænusótt eða lömunai'veiki
kom upp á árinu 1938 — alls 81 sjúklingur, þar af 51 í
Miðfjarðarhjeraði. Yfirleitt kvað mest að veikinni á Norð-
urlandi, einsog oft áður, og hófst, einsog títt er, seint á
sumri. Þrír dóu, og eru það þá venjulega öndunarvöðv-
arnir, sem bila. Veikin var alls í 10 læknishjeruðum.
Munnangur fengu 145, en hlaupabólu 385.
Stífkrampa (tetanus neonatorum) fjekk 1 barn í
Bíldudalshjeraði. Nú er af sem áður var, þegar ungbörn
50
Heilbrigt líf