Heilbrigt líf - 01.06.1941, Side 69

Heilbrigt líf - 01.06.1941, Side 69
arfærin. Eru þeir óþrifnu þá ekki aðeins sjálfum sjer hættulegir, heldur auka þeir og á smithættu annarra með því að bera sóttkveikjuna á milli. Getur emstaklingnum þannig verið lítil vörn að hreinlæti, ef það nær ekki til alls þorra fólks þess, er hann umgengst. Með vaxandi hreinlæti almennings hefir allsstaðar dreg- ið úr veldi farsóttanna, sem áður fyrr voru langsamlega mannskæðustu sjúkdómarnir, og eru að vísu enn víða ut- an Evrópu. í þeim hlutum Evrópu þar sem almennt hrein- læti og þrifnaður er á lægsta stigi, svo sem á Balkanskaga og austurhluta álfunnar, er taugaveiki og þvílíkar far- sóttir enn mjög algengar. Ennfremur eru þar sóttir, sem tæpast verður vart annarsstaðar í Evrópu, svo sem út- brota-taugaveiki eða öðru nafni „lúsatyfus“ (svo nefnd vegna þess, að það eru lýs, sem flytja smitið manna á milli). í Austurlöndum sjest oft áberandi munur á gangi farsótta meðal innfæddra og Evrópumanna. Þegar t. d. kólera eða pest geysa þar, hrynja innfæddir menn niður, sem allajafna lifa við frumstæð kjör og sinna lítt um hreinlæti. En Evrópu-menn, sem búa í sömu borgum og hafa haldið sínum lífsvenjum, sleppa venjulega miklu betur. Ef til vill er auðveldast, að sýna fram á þýðingu hrein- lætis í baráttunni við sjúkdóma, með því að taka dæmi af taugaveikinni, sem flestum er kunn hjer á landi, enda stendur mönnum mikill stuggur af henni. Svo má heita, að allar taugaveiki-sýkingar megi rekja til smitbera, þ. e. fólks, sem gengur með taugaveiki-bakter- íur í sjer, og sendir þær frá sjer, — stöðugt eða endrum og eins — í saur eða þvagi. Þetta fólk hefir einhverntíma smitast af taugaveiki, og hefir bakteríunum síðan tekist að koma sjer fyrir á óhultum stað í líkamanum — oftast í gallblöðru, sjaldan í nýrum — og geta nú haldist þar ár- um saman án þess að valda neinum sjúkdómseinkennum. Heilbrigt líf 67
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heilbrigt líf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.