Heilbrigt líf - 01.06.1941, Page 78
að fjölyrða í þessu sambandi. Heilsufræði er námsgrein
í öllum barnaskólum. Hjer er því ekki um viðbótarnáms-
grein að ræða — fremur hitt, að athöfn og æfing kemur
samtímis og að nokkru leyti í stað bóknáms.
Hjálpar- eða líknarstarfið, svo og kynningarstarf við
börn í öðrum löndum, er aftur á móti í orði kveðnu viðbót
við venjulega námsskrá;en þegarathugað er hvernigfram-
kvæmdin er, sjáum við, að viðbótin er ekki raunveruleg.
Hugsum okkur, að Ungliðar, ein deild eða margar saman,
hafi ákveðið að safna í sjóð til þess að koma fátækum
nágrönnum í sumardvöl, til þess að kaupa farlama barni
eða börnum nauðsynlegar umbúðir, til þess að koma upp
ljóslækningatækjum við skólann sinn eða eitthvað þess-
háttar. Hvert einasta barn í hópnum er gagntekið af
áhuga fyrir því að koma fyrirætluninni í framkvæmd.
En hvernig fara þau að afla fjármunanna? Samkvæmt
reglum Ungliða Rauða Krossins fara þau ekki heim til
pabba og mömmu og biðja þau að gefa aura. Þau verða
sjálf að vinna fyrir fjárhæðinni á einhvern hátt, t. d. með
því að búa til margskonar hluti, svo sem smíðisgripi,
saumadót, prjónles, teikningar, fjölrituð eða prentuð smá-
blöð, með því að sýna sjónleik, syngja, leika á hljóðfæri o.
s. frv. Nú ber skólanum að kenna að smíða, sauma, prjóna,
teikna, stafsetja, stíla, bera fram móðurmálið, syngja o.
s. frv. Er þá ekki alveg augljóst mál, að börnin vinna að
öllum þessum störfum með margföldum áhuga, sem orkar
bæði á vandvirkni og afköst, ef jafnframt skyldukvöðinni
er unnið fyrir hugsjón og stefnt að þýðingarmiklu mark-
miði? Jú, vissulega. Enda hefir raunin allstaðar orðið sú,
þar sem unnið er á þennan hátt. Hversdagslegu störfin
verða hátíðleg, hið leiðinlegasta verður skemmtilegt, í stað
geispa og drunga koma leiftrandi augu, í stað afskipta-
leysis — hugkvæmni og óvænt úrræði. Þannig breytist allt
viðhorf skyndilega, svo að töfrum er líkast, þegar áhugi á
76
Heilbrigt líf