Heilbrigt líf - 01.06.1941, Page 79
þýðingarmiklum fyrirætlunum kemur til sögunnar. —
Svipað því, sem sagt var um líknarstarf Ungliðanna, er að
segja um kynninguna við erlenda jafnaldra. Hún tefur
ekki frá gagnlegu skólastarfi, heldur gefur tilefni til að
leysa úr læðingi bundna orku til aukinna afkasta. Börnin
senda erlendu kunningjunum myndir, er þau safna, lýsing-
ar á landi og þjóð, bænum sínum eða sveitinni. Vitneskjan
um, að vinnan skuli sendast í framandi land, hvetur til
vandvirkni og gefur kennaranum ýms tækifæri til hvatn-
inga og áhrifa fram yfir það hversdagslega.
Eins og jeg hefi þegar tekið fram, tekur ungliðastarfið
mjög lítinn tíma á starfskrá barnaskólanna. Þar sem
starfið er byrjað hjer, er t. d. gert ráð fyrir 1—2 stunda
vinnu á hverjum hálfum mánuði; er það gert með sam-
þykki allra skólanefnda Reykjavíkur og meðmælum
fræðslumálastjóra. Jeg hefi sýnt fram á það, að þessi litli
tími er ekki glataður frá náminu, heldur eru mestar líkur
til að takast megi að auka námsárangurinn, vegna þess
að áhuginn á ungliðastarfinu leysir bundna starfsorku úr
læðingi. En auðvitað er ósanngjarnt að búast við of miklu
í þessa átt, þar sem tíminn er svona stuttur.
Hitt er áreiðanlega enn meira vert, að ungliðastarfið
venur börnin við heilsusamlega lifnaðarháttu, opnar augu
þeirra og vekur áhuga þeirra fyrir ýmsum heilsufræðileg-
um vandamálum, og loks, þegar vel tekst, orkar það á
skapgerð þeirra og flytur andrúmsloft samhjálpar og líkn-
arlundar inn í fjelagslíf þeirra. Um þetta bera erlendar
skýrslur og ummæli margra merkra kennara óræk vitni,
og sumir kennarar telja ungliðadeildir Rauða Krossins
þýðingarmesta æskulýðsfjelagsskap, sem nokkru sinni hafi
verið til í veröldinni, og útbreiddastur er hann áreiðanlega.
1. janúar 1939 voru í ungliðadeild Rauða Krossins alls 24
miljónir 893 þúsund og 140 börn og munu nú vera a. m.
k. 25 miljónir.
Heilbrigt líf
77