Heilbrigt líf - 01.06.1941, Blaðsíða 83
Sig\ Thorlacius, skólastjóri,
sem formaður miðstjórnar Ungliðadeilda Rauða Kr.
íslands, frá stofndegi þeirra, 30. október 1939.
B. Framkvæmdanefnd var skipuð 6 þeim fyrsttöldu í
aðalstjórn, en auk þeirra var Sig. Thorlacius, skólastjóri,
boðaður á fund framkvæmdanefndar út af stofnun og
starfsemi Ungliðadeildanna.
C. Breytingar urðu engar á stjórninni á árinu, aðrar
en þegar er greint.
II. STJÓRNARSTÖRF.
Aðalstjórn hjelt 2 bókfærða fundi á árinu, en fram-
kvæmdanefnd 15, auk margra smærri skyndifunda. Starf-
semi stjórnarinnar snerist í byrjun allmjög um tilraunir
til að ná tangarhaldi á fjáröflunarleið fyrir R.K.I., svo
sem getið er um undir þessum lið í síðustu skýrslu, og
skal nú hjer, samkvæmt gefnu loforði þar, nánar frá því
skýrt. Á fundi framkvæmdanefndar 3. maí 1939 var frá
því skýrt, að eftir viðtali við leiðandi menn allra flokka
væru allar horfur á, að Alþingi myndi veita fjelaginu um-
beðið leyfi til þess að reka getkeppni í svipuðu formi og
„tiptjánst“ er rekin í Svíþjóð, að því tilskyldu, að stjórn
Happdrættis Háskóla Islands væri ekki mótfallin því. Fyr-
ir fundinum lágu ummæli stjórnar happdrættisins í þá átt,
að hún myndi ekki á nokkurn hátt bregða fæti fyrir slíka
fjáröflunartilraun R.K.I. — Var nú ákveðið að senda
framkvæmdastjóra fjelagsins til Svíþjóðar til þess að
kynna sjer „tiptjánst“ til hlítar. Jafnframt átti hann að
koma fram fyrir fjelagsins hönd á ungliðadeildamóti
Norðurlanda og Eystrasaltslandanna í Stokkhólmi í júní
og kynna sjer störf þeirra, vegna væntanlegrar stofnunar
ungliðadeilda hjer. Gaf hann skýrslu um hvorttveggja,
er hann kom heim aftur eftir rúman mánuð.
Heilbrigt líf — 6
81