Heilbrigt líf - 01.06.1941, Qupperneq 98
2. Sjúkrasleðar. Ýmsar misheppnaðar tilraunir voru
gerðar til þess að ná í fyrirmyndar sjúkrasleða frá Sví-
þjóð, og var bagalegast, að pöntunarbréfið kom aldrei
fram, en ítrekunin svo seint, að styrjöldin hafði lokað
leiðinni. Stjórnin ákvað að fresta heldur framkvæmdum
en fara á stað með annað en fyrirmyndar sleða. En sleð-
arnir þurfa að vera ljettir í meðförum, ódýrir, sterkir og
margir, til viðunandi dreifingar.
3. Sjúkraflutningar í flugvjelum. Formaður flugfje-
lagsins hefir tilkynnt R. K. í., að sjeð hafi verið um, að
báðar flugvjelar þær, sem verða í förum hjer í sumar,
sjeu svo útbúnar, að þær geti flutt sjúklinga. Hefir hann
farið fram á, að R. K. 1. styrkti þetta á einhvern hátt, og
telur stjórn R. K. 1. sjer það skylt, ef fjárhagur leyfir.
e. Slysakassar.
Einn slysakassi var gefinn I. R. að Kolviðarhóli. Við-
unandi lausn fjekkst um áfyllingu þeirra kassa, sem áður
hafa verið gefnir. Lofuðu fjelögin fúslega að sjá um áfyll-
inguna, en R. K. í. tók að sjer að sjá um, að það yrði gert.
/. Hörmungaljettir (disaster relief).
Þess var getið í síðustu ársskýrslu, að R. K. í. hefði
sent 100 dollara samskotafje til Chile. Þessi gjöf, þótt lítil
væri, vakti miklu meiri athygli heldur en hægt var að bú-
ast við. Fyrir utan þakkarbrjef frá formanni R. K. Banda-
ríkjanna og Alþjóðabandalags R. K., barst brjef það, sem
hjer fer á eftir, frá formanni Rauða Kross Chile:
„Hr. forseti!
Miðstjórnin hefir fengið frá varaforseta Rauða Kross
U. S. A., Mr. Ernest J. Swift (í forföllum Mr. Norman
Davis, forseta Sambands Rauða Kross-fjelaganna), ávís-
un að upphæð $ 100, sem Rauði Kross íslands hefir þókn-
96
Heilbrigt líf