Heilbrigt líf - 01.06.1941, Side 101
24.179,50, og er þá ekki meðtalin fyrning bifreiða, en öll-
um fyrningaafskriftum var í þetta skipti sleppt, þar sem
halli varð á heildarrekstrinum kr. 5.921,18, og þar af leið-
andi ekkert til, til þess að mæta afskriftunum, nema höf-
uðstóllinn. Rekstrarhallinn stafar aðallega af hærri við-
gerðarkostnaði bifreiðanna en áður var, svo og af aukn-
um launagreiðslum vegna fjölgunar starfsfólks.
Reikningshald allt hafði eins og að undanförnu lögfr.
Björn E. Árnason, endurskoðandi, en endurskoðendur
voru þeir Guðm. Loftsson, bankaritari, og lögfr. Magn-
ús Thorlacius.
a. Merkjasala. Á öskudaginn 1939 sá framkvæmda-
stjórn fjelagsins um merkjasölu í Reykjavík, Sandgerði,
Garði, Keflavík, Grindavík og Akranesi. 1 Reykjavík komu
inn tæpar 900 kr., en samtals kr. 1339,01, og varð það ca.
43% hærra en árið áður.
Merkjasalan í ár (1940) var undirbúin með öðru móti
en fyrr. Auglýst var í utvarpi með nokkurra vikna fyrir-
vara eftir þeim velunnurum R. K. I. í kauptúnum lands-
ins, sem vildu styðja starfsemi R. K. I. með því að selja
merki, og komu tilmæli frá nokkrum stöðum. Allsstaðar
annarsstaðar, þar sem leitað var hófanna um merkjasölu,
var því mætavel tekið. Víðast hvar sáu barnaskólastjór-
arnir um söluna, sjer til sóma og R. K. í. til margfaldrar
ánægju. Á nokkrum stöðum seldust upp öll merki, er send
voru, og sumstaðar kom hærri upphæð en svaraði andvirði
seldra merkja, sem sýndi, að einhverjir hafa greitt hærra
en tilskilið gjald. Dagana á undan skýrðu blöðin frá ný-
afstaðinni opnun hjálparstöðvar R. K. í. í Sandgerði og
kvöldið fyrir söluna flutti varaformaður R. K. í., Sig.
Sigurðsson, berklayfirlæknir, hvatningarávarp í útvarp-
ið. í Reykjavík sá Haraldur Árnason, kaupmaður, um sýn-
ingu í skemmuglugga sínum. Vakti hún athygli á starf-
semi R. K. f. og þótti smekkleg og markviss. Allan undir-
Heilbrigt líf
99