Heilbrigt líf - 01.06.1941, Side 105
anförnu. Fór hjúkrunarkonan alls í 912 vitjanir víðsveg-
ar um bæinn. Af þessum vitjunum voru 3 sólarhrings-
vökur hjá mjög veikum sjúklingum og 52 nætur.
Auk þessarar bæjarhjúkrunar hafði hún daglegt eftirlit
í barnaskólanum þann tíma, sem hún starfaði, og einnig
vann hún við Berklavarnarstöð Akureyrar, eins og áður
tvisvar í viku. Þá fór hún einnig 6 ferðir út í Glerárþorp
1 Glæsibæjarhreppi í þágu barnaskólans þar.
Eins og síðastliðið ár, rak deildin sjúkrabifreið sína, sem
nú er orðin gömul og af sjer gengin, enda þótt mikið væri
lagt í kostnað á árinu henni til viðhalds og endurbóta.
Flutti bifreiðin 61 sjúkling. 44 ferðir voru farnar innan-
bæjar, en 17 út úr bænum. Lengsta ferðin að Bakka í
Axarfirði. Vegna þeirra miklu örðugleika, sem oft verða
hjer á sjúkraflutningum á vetrum, er allar bílferðir geta
teppst tímum saman vegna snjóa og ófærðar, ljet deildin
smíða sleða yfirbyggðan, sem hesti er beitt fyrir, en einn-
ig má draga af mönnum, ef hesti verður ekki við komið
sökum fannfergi. Ekki kom þó til þess, að nota þyrfti
sleðann þetta árið, því að bílfæri hjelst að heita mátti
allan veturinn, sem var snjóljettur og góðviðrasamur
lengst af.
Ásamt Akureyrardeild Norræna fjelagsins gekkst deild-
in fyrir fjársöfnun til styrktar Rauða Krossi Finnlands,
vegna Finnlandsstyrjaldarinnar. Voru í þessum tilgangi
haldnar samkomur, merki seld, og söfnunarlistar lágu
frammi. Alls safnaðist í peningum kr. 11.123,14. Auk þess
nokkuð af klæðnaði, og var þetta allt síðan sent aðalsöfn-
unarstjórninni í Reykjavík eða ráðstafað samkvæmt
hennar fyrirmælum. Enda þótt þetta sje allt hjer talið,
ber þó að geta þess, að ekki safnaðist þetta allt á árinu
1939 og hefði því að rjettu lagi átt að teljast til fram-
kvæmda tveggja ára, 1939 og 1940.
Fjárhagur. Aðaltekjur deildarinnar á árinu voru:
Heilbrigt, líf
103