Heilbrigt líf - 01.12.1950, Qupperneq 8
1 Bandaríkjum Ameríku er sömu sögu að segja. Þar
hefur krabbamein í lungum aukizt stórkostlega, í sumum
ríkjum eins mikið og í Englandi, en í öðrum minna, þótt
aukningin sé alstaðar mikil.
Á meginlandi Evrópu er breytingin svipuð, en mis-
mikil í ýmsum löndum. Á Norðurlöndum hefur krabba-
mein í lungum aukizt tiltölulega minna en í suðlægari
löndum. Þó er aukningin svo mikil í Finnlandi, að hún
gefur Bretlandi lítið eftir.
Eftirtektarvert er, að karlmenn sýkjast miklu frekar
af krabbameini í lungum heldur en kvenfólk. í flestum
löndum lætur nærri, að tíu sinnum fleiri karlmenn sýkist
heldur en konur.
Menn hafa mikið rætt orsakirnar til þessarar miklu
breytingar. Hvernig stendur á því, að um síðustu alda-
mót skuli ekki nema einn af hverjum 500 manns hafa
dáið úr þessum sjúkdómi, en nú sums staðar, eins og t. d.
í Finnlandi, sjötti hver maður? Er eitruðu bílalofti um
að kenna, eða á malbikið á götunum, sem ekki var til
áður, sök á þessu? Ef svo væri, þá væri lítil ástæða til
þess, að karlmenn veiktust svo miklu frekar en konur.
Eftir því sem þetta mál er meira rannsakað, eftir því
hafa böndin borizt æ meir að tóbakinu, einkum sígarettu-
reykingum. Þær hafa aukizt stórkostlega á þessari öld.
Þótt sígarettureykingar væru byrjaðar að tíðkast á seinni
hluta 19. aldar, hafa þær fyrst orðið almennar á þessari
öld, og hafa orðið því almennari sem lengra hefur liðið.
Ef við athugum sígarettuneyzlu ýmissa annarra landa,
sjáum við, að árið 1913 er Finnland þegar komið upp í
0,92 ensk pund á hvert mannsbarn. Stóra Bretland er
þá með 0,71 pund á mann, en önnur Evrópulönd minna.
Síðan fer tóbaksnotkunin stígandi í öllum löndum ár frá
ári, unz hún er 1932 komin upp í 2,33 pund á mann í
Stóra Bretlandi, 1,85 pund í Austurríki og 1,33 pund í
102
Heilbrigt líf