Heilbrigt líf - 01.12.1950, Side 9
Finnlandi. Seinni tölur hef ég ekki frá Evrópu, nema
frá Bretlandi, þar sem hún var 1948 komin upp í 5,60,
en í Bandaríkjum Ameríku er hún 1948 komin upp í 8
pund á mann. Þegar athugað er, í hvers kyns tóbaks-
neyzlu aukningin er fólgin, kemur í ljós, að munntóbak,
neftóbak og vindlar hafa annaðhvort ekkert aukizt eða
minnkað, en öll aukningin fellur á sígaretturnar.
Því miður eru engar tölur til, sem sýnt geti muninn á
tóbaksneyzlu karla og kvenna. En vitanlegt er, að mikil
breyting er á orðin í þeim efnum og konur reykja nú
yfirleitt miklu meira en áður þekktist.
En nú skulum við athuga, hvort unnt er að finna nokk-
urt samband milli reykinganna og krabbameinsins í lung-
unum.
Á þessu ári hafa birzt tvær ritgerðir um þessi efni,
sem mjög eru athyglisverðar. Önnur frá Bandaríkjunum,
hin frá Englandi, báðar í merkum læknatímaritum, sín
í hvoru landi. Fyrri ritgerðin, sem er eftir Wynder og
Graham, kom út 27. maí í tímariti ameríska læknafélag?-
ins, hin er eftir Richard Doll og Bradford Hill í London
og birtist í tímariti brezka læknafélagsins þann 30.
sept. s. 1.
Á bak við hvora tveggja ritgerðina liggur nákvæm
rannsókn á reykingaháttum sjúklinganna, sem fengið hafa
krabbamein í lungu, og samanburður á reykingaháttum
annarra, sem annaðhvort eru heilbrigðir eða hafa ein-
hverja sjúkdóma aðra en krabbamein í lungum.
Amerísku höfundarnir bera saman 100 karlmenn, sem
hafa krabbamein í lungum, við 186 menn aðra, sem hafa
ýmsa brjóstsjúkdóma aðra en krabbamein. 14,1% reyktu
ekkert, og enginn var með krabbamein í þeim flokki. 10,6
reyktu lítið, og í þeim flokki lentu aðeins 5% krabba-
meinssjúklinganna. 1 meðallagi mikið reyktu 11,4% af
þeim sem ekki höfðu krabbamein, og í þeim flokki lentu
Heilbrigt líf
103