Heilbrigt líf - 01.12.1950, Qupperneq 11
sjúklingunum, en 5,8% af öðrum sjúklingum. 50,000 sígar-
ettur höfðu 22,4% af krabbameinssjúklingunum reykt, en
30% af hinum. Af krabbameinssjúklingunum höfðu 28,3%
reykt 150,000 sígarettur, en 29,3% af öðrum sjúklingum.
Af þeim, sem reykt höfðu 250,000 sígarettur, voru 34,8%
meðal krabbameinssjúklinganna, en 28,9% meðal hinna.
f hæsta flokknum, þeirra, sem reykt höfðu 500,000 sígar-
ettur eða meira, voru 11,6% af krabbameinssjúklingun-
um, og 5,6% af hinum. Við sjáum hér því sams konar
niðurstöður og í Ameríku, nefnilega að ef þeir, sem fá
krabbamein í lungum, eru bornir saman við aðra, sýnir
sig, að þeir hafa yfirleitt reykt meira en aðrir, og tiltölu-
lega mikill fjöldi krabbameinssjúklinganna hefur reykt
mjög mikið og lengi.
Brezku höfundarnir reyndu að komast eftir því, hvort
pípureykingar hefðu sömu áhrif og sígarettureykingar.
Svo virtist, sem pípureykingarnar væru miklu síður
hættulegar. Af þeim, sem reyktu aðeins pípu eða aðeins
sígarettur, voru meðal þeirra, sem fengu krabbamein,
5,7%, sem reyktu pípu, en 94,3%, sem reyktu sígarettur.
Þeir reyndu einnig að gera sér hugmynd um, hvort það
skipti miklu, hvort menn reyktu ofan í sig eða ekki. Maður
skyldi halda, að það gerði mikinn mismun og að þeim
væri miklu fremur hætt, sem reyktu ofan í sig. En á því
gátu þeir engan mun fundið. Svo virðist sem það skipti
litlu máli, hvað krabbameinshættuna snertir, hvort menn
reykja ofan í sig eða ekki. (Krabbameinssjúklingarnir
voru allir inntir eftir því, hvort þeir hefðu reykt ofan í
sig, og sögðust 62% hafa gert það, karlar og konur, en
38% ekki. En meðal samanburðarflokksins sögðust 67%
hafa reykt ofan í sig, en 33% ekki. Munurinn er svo
lítill, að ekkert er upp úr honum leggjandi).
Höfundarnir, bæði þeir brezku og amerísku, taka fram,
að allar mögulegar ráðstafanir hafi verið gerðar til þess
Heilbrigt líf
105