Heilbrigt líf - 01.12.1950, Side 12
að fá sem áreiðanlegastar upplýsingar um reykingaháttu
sjúklinganna, bæði þeirra, sem voru með krabbamein, og
yfirleitt vissu ekki, hvað að þeim gekk, og hinna, sem
voru í samanburðarflokknum. Þeir gera grein fyrir því,
hvernig varazt var að spyrja þá þannig, að þeim hætti
til að gera of lítið eða of mikið úr reykingum sínum.
Eftir að hafa athugað rækilega allar aðrar mögulegar
útskýringar, komast hvorir tveggja höfundarnir að þeirri
niðurstöðu, að tóbaksreykingar, sérstaklega sígarettureyk-
ingar, sé aðalorsökin til þess, hve krabbamein í lungum
hefur aukizt stórkostlega síðasta aldarfjórðunginn.
Brezku höfundarnir reyna að gera sér hugmynd um,
með nákvæmum útreikningi og samanburði á íbúum Lund-
únaborgar, hve margir (bæði karlar og konur) af milljón
manns muni fá krabbamein í lungun, eftir því hve margar
sígarettur þeir reykja.
Fjöldi manns af hverri milljón af Lundúnabúum, sem
myndu fá krabbamein í lungun, eftir því hve mikið þeir
reyktu:
Dagleg tóbaksneyzla:
0 1—4 5—14 15—24 25—49 50
Aldur síg. síg. síg. síg. síg. síg.
25—34 0 (11) 2 6 28 —
35—44 2 9 43 41 67 77
45—54 12 34 178 241 429 667
55—64 14 133 380 463 844 600
65—74 21 110 300 510 1063 2000
49 286 903 1261 2431 3344
Af þeim, sem ekki reykja, ættu eftir þessum útreikn-
ingi aðeins 49 af hverri milljón manna að fá krabba-
mein í lungun, en af þeim, sem reykja sígarettur, 8225.
Þess ber að gæta, að þetta eru aðeins áætlaðar tölur
og engan veginn áreiðanlegar. En þær eru tilraun til
106
Heilbrigt líf