Heilbrigt líf - 01.12.1950, Síða 15
það miðað við Finnland. Árið 1929 er sígarettuneyzla
í Bretlandi komin upp í 2,26 pund á mann, í Finnlandi
er hún 1,75 pund, í Þýzkalandi 1,12 pund, en á íslandi
nemur hún enn aðeins einum fjórða úr pundi, eða er enn
næstum tíu sinnum minni en í Bretlandi.
Árið 1940 er sígarettuneyzla Breta komin upp í þrjú
pund á ári, en á íslandi kemst hún enn ekki nema upp
í 40 hundraðshluta úr pundi, eða er næstum átta sinnum
minni en í Bretlandi. En svo kemur stökkið. Árið 1945
er sígarettuneyzlan komin upp í eitt pund á mann á
íslandi, og árið eftir nemur sígarettuinnflutningurinn
magni, sem svarar til eins og hálfs punds á mann á ári.
I Bretlandi nam sígarettuneyzlan árið 1948 alls sem
svarar 5,5 pundi á mann, og hér mun hún þá vera tæpur
þriðjungur af því.
Eftir því, sem bezt verður séð, má gera ráð fyrir, að
þeir, sem fá krabbamein í lungun af reykingum, hafi
reykt mikið um langan tíma, flestir sem svarar einum
pakka á dag eða meira í 15 til 25 ár, áður en þeir veikj-
ast af krabbameini. Með þeirri sígarettuneyzlu, sem nú
á sér stað, má því gera ráð fyrir, að verulega fari að
bera á þessum sjúkdómi, úr því að 15 ár eru liðin frá
1945 eða um 1960. Þetta er mín skoðun, en dr. Doll, sem
ég ræddi þessi mál við í London í sumar, hélt, að ekki
yrði svo langt þangað til, að meira færi að bera á krabba-
meini í lungunum. Hann vildi meina, að sumir væru svo
viðkvæmir fyrir sígarettunum, að þeir fengju sjúkdóm-
inn eftir örfá ár, og við mættum því fara að búast við
að sjá meira af krabbameini í lungum hér á landi hvað
af hverju, úr því að ársneyzla okkar er stöðugt fyrir
ofan eitt pund á ári.
Reynslan verður að skera úr því. En ef sígarettureyk-
ingar halda áfram að aukast hér, eins og þær hafa gert
undanfarið, og jafnvel þótt þær aukist ekkert frá því,
Heilbrigt líf
109