Heilbrigt líf - 01.12.1950, Síða 21
fávitahátturinn sé enn algengari en nefnt hefur verið,
og benda rannsóknir prófessors Strömgrens, er hann
gerði á Borgundarhólmi í Danmörku, eindregið í þá
átt.
Taldi Strömgren, að af íbúum Borgundarhólms, 10 ára
og eldri, væru 3% fávitar, og gerði hann ráð fyrir, að
fávitaháttur væri ekki tíðari á Borgundarhólmi en í öðr-
um hlutum Danmerkur.
Orsakir fávitaháttar eru margar og margskyns. Fávit-
unum má skipta í tvo höfuðflokka, og fer skipting þessi
eftir því, hvort fávitahátturinn er arfgengur eða eigi.
Sá flokkurinn, þar sem arfgengi ræður, er miklu fjöl-
mennari, en í báðum flokkunum eru afbrigði.
Einnig má skipa fávitunum í hópa, og fer skipan þessi
eftir greind fávitanna. Greind fávitanna er mjög mis-
jöfn, en til þess að ákveða greindarstig þeirra eru gerð
á þeim greindarpróf eða gáfnapróf. Eru þá bæði ákveðin
greindarstig og greindaraldur. Til samanburðar eru notuð
gáfnapróf á heilbrigðum börnum, og er miðað við meðal-
greind barna á mismunandi aldri.
Fávitarnir skiptast þannig eftir greindarprófum (hér
er notaður norrænn mælikvarði):
Örvitar (Idiotar) hafa greindarstig 0—35 greindaraldur um 5 ár
Hálfvitar (Imbecilir) — ---- 36—55 — 9 -
Vanvitar (Debilir) — ---- 56—75 — 12 -
Auk þess eru tregvitar, sem ekki eru taldir til fávita,
en greind þeirra er undir meðalgreind, (76—90 miðað við
14)/2 árs aldur).
Örvitarnir (idiotarnir) eru auðþekktir, og bera þeir
ljós merki fávitaháttarins. Ber þegar á einkennum eftir
fæðingu. örvitarnir læra sjaldnast að tala og geta ekki
gengið óstuddir. Útlit þeirra og hátterni sýnir glöggt
sálrænan og líkamlegan vanþroska þeirra. Þeir eru oft
Heilbrigt líf
115