Heilbrigt líf - 01.12.1950, Side 25
barnsins getiir valdið miklu um og jafnvel orsakað heila-
blæðingu við fæðinguna. Hafa sum þessara barna borið
greinileg merki skyrbjúgs (C-vítamínskorts).
Stundum valda ýmsir sjúkdómar fávitahætti, og mætti
þar til nefna algenga barnasjúkdóma, sem valdið hafa
heilabólgu. Auk þess getur heila- og heilahimnubólga af
öðrum uppruna valdið fávitahætti. Sama máli gildir, eins
og áður er sagt, um sárasótt (syphilis).
Afleiðingar þessara sjúkdóma eru einnig líkamlegs eðlis,
svo sem lamanir á limum og krampaköst.
Hinir lömuðu limir barnsins vaxa seinna og þroskast
illa. Verða á þann hátt áberandi vaxtartruflanir og mis-
ræmi hjá sjúklingunum.
Einnig má nefna, að heila- og heilahimnubólga hjá
börnum geta orsakað vatnshöfuð (hydrocephalus). Verður
þetta með þeim hætti, að bólgurnar valda samvexti heila-
himnu, og lokast þá fyrir op þau og göng, sem heila- og
mænuvökvi renna um. Geta vökvarnir í heilahólfunum
ekki leitað til yfirborðs heilans. Afleiðingin verður sú,
að heilahólfin þenjast út, og þrýstir vökvinn í þeim, sem
myndast inni í heilahólfunum, á heilann að innan og
þrýstir honum að hauskúpunni, sem er mjúk og lítt hörðn-
uð á ungum börnum. Hauskúpan þenst út og breikkar um
leið. Við þetta myndast stórt og breitt höfuð, sem nefnt
er vatnshöfuð. Þrýstingur í vatnshöfðinu getur orðið svo
mikill, að hann eyði heilavefnum og eyðileggi sjóntaug-
arnar, svo að barnið verði blint. Börn með vatnshöfuð eru
oftast vangefin.
Einn flokkur fávita nefnist mongólar (mongoloid idi-
oti). Höfuðeinkennið er skásett augu, og eru þeir nefndir
mongólar vegna þess. Andlitið er breitt, en nefið lítið og
nokkuð kúlulaga að framan, tungan stór, tennur ójafnar,
rangstæðar og vanþroska. Húðin er þykk og deigkennd.
Ekki er með öllu óvíst, hvort þessi sjúkdómur sé arfgeng-
Heilbrigt líf
119