Heilbrigt líf - 01.12.1950, Síða 26
ur. Talið er, að konur, sem komnar eru yfir fertugt, fæði
oftar mongóla en yngri konur.
Menn vita ekki með vissu um orsakir þessa fávitahátt-
ar, en sumir hyggja, að legslímhúð móðurinnar sé sködduð
og hindri það eggið í að hreiðra sem bezt um sig í leg-
slímhúðinni og geti slíkt aflagað vöxt og þroska eggsins
og á þann hátt orsakað fávitahátt barnsins.
Þá hefur og á það verið bent, að oft eru truflanir á
starfi eggjastokkanna hjá mæðrum mongólanna, og eru
einkenni þessa t. d. blæðingar um meðgöngutímann, einnig
litlar og óreglulegar tíðir, og skýrir þetta enn betur til-
gáturnar um orsök þessa fávitaháttar.
Líkamsþrek mongólanna er lítið, og deyja þeir flestir
ungir. Gáfnabrestur þeirra er mikill, og eru þeir eflaust
í hópi örvita eða hálfvita.
Talið er, að röskuð starfsemi ýmissa innstreymiskirtla
geti valdið fávitahætti, og menn vita með vissu, að fávita-
háttur er stundum samfara skjaldkirtilssjúkdómum hjá
börnum.
Þá skal rætt nokkuð um hinn arfgenga fávitahátt, en
sá flokkur er miklu fjölmennari en hinn, sem ekki er
arfgengur. Greind þessara fávita er oftast meiri. Um
arfgengið er það að segja, að fávitaháttur gengur mjög
í erfðir. Um líkur á fávitahætti hjá afkomendum fávita
má nefna:
Séu foreldrar heilbrigðir, en fávitaháttur í ættinni, má
gera ráð fyrir, að 1 barn af hverjum 5-—6 börnum verði
fáviti. Sé annað foreldri fáviti, verður um helmingur
barnanna fávitar. Séu báðir foreldrar fávitar, verða flest
börnin fávitar.
Ýmis afbrigði og tegundir arfgengs fávitaháttar eru
þekkt, og ætla ég að nefna og lýsa nokkrum þeirra:
Blindii' örvitar (amauretiskir idiotar) eru heldur sjald-
gæfir, en til eru tvær tegundir af þeim.
120
Heilbrigt líf