Heilbrigt líf - 01.12.1950, Side 27
Önnur tegundin er bundin við gyðingaættir, og gerir
sjúkdómurinn vart við sig mjög snemma, stundum áður
en börnin eru ársgömul.
Hin tegundin byrjar seinna, oftast á aldrinum 6—14
ára.
Sjúkdómsmyndin er lík hjá báðum þessum tegundum.
Sjúklingarnir sljóvgast fljótt og verða síðar algerir ör-
vitar. Þeir verða blindir, lamast, fá krampaflog og veslast
upp og lifa aðeins fá ár.
Aðra sjúkdómsmynd mætti nefna, sem heitir á lækna-
máli tuberös sclerosa (hnútakölkun). Sjúkdómurinn byrj-
ar á ungum börnum, og ber brátt á fávitahætti hjá sjúk-
lingunum, flogaköst og lamanir fylgja. En það, sem mest
er einkennandi og setur sérstakan svip á sjúklingana,
eru hnútar í andlitshúðinni. Hnútarnir eru venjulega
litlir, en þétt skipaðir, oftast fylgir augnveiki. I heilan-
um eru mörg smáæxli, dreifð um heilavefinn, og valda
æxli þessi fávitahættinum. Sjúklingarnir verða oftast
skammlífir og deyja flestir innan við tvítugt.
í sumum ættum eru sérkennileg afbrigði fávita. Fávitar
þessir eru á læknamáli nefndir microcephalar, vegna þess
hve höfuðlitlir þeir eru, og mætti ef til vill kalla þá á
íslenzku dverghöfða.
Heili þessara fávita er lítt þroskaður og lítill, og er
höfuðkúpan lítil að sama skapi.
Eina tegund fávita mætti og nefna, og ber þar mest
á misvexti á beinum, einkum á höfuðkúpu og andlitsbein-
um. Auk þess er mismyndun og misvöxtur á fingrum.
Öll þessi sjúkdómsafbrigði virðast arfgeng.
MeðferS.
Sjaldnast er hægt að lækna fávitahátt, og þær skemmdir
og röskun á vexti og starfsemi heilans eru oftast ýmist
þess eðlis eða svo miklar, að ekki verður úr bætt. Eru
Heilbrigt líf
121