Heilbrigt líf - 01.12.1950, Blaðsíða 28
þó undantekningar til, og mætti í því sambandi nefna,
að fávitahátt, sem orsakast af skjaldkirtilssjúkdómum,
má bæta og jafnvel lækna. Sárasótt, sem valdið hefur
fávitahætti, má lækna og hindra á þann hátt áframhald-
andi skemmdir á heilanum. En það, sem skemmt er, verð-
ur eigi bætt.
Á síðustu árum hefur fengizt nokkur árangur með
sérstöku lyfi (glutamínsýru). Hefur greind fávitanna auk-
izt talsvert og þeir róazt mikið við að neyta lyfsins.
Fávitunum má þó hjálpa með ýmsu móti.
Allir örvitar og flestir hálfvitar ættu að dvelja á hælum,
en vanvitar þarfnast oft hælisvistar, er þeir eru á gelgju-
skeiði.
I lögum (frá Alþingi, nr. 18 1936, er gert ráð fyrir,
að ríkið reisi og reki fávitahæli:
1) Skólaheimili fyrir fávita þá, er fræðslu geta tekið,
og má fyrirskipa skólaskyldu þeirra.
2) Hjúkrunarhæli fyrir örvita.
3) Vinnuhæli í tveim deildum fyrir fávita, en að meira
eða minna leyti vinnufæra karla og konur.
En því miður hefur ekkert slíkt hæli verið reist. En
hælið, sem verið er að reisa í Kópavogi, verður aðeins
fyrir 24 fávita, en á hælinu á Kleppjárnsreykjum eru
20. Þótt bæði hælin yrðu starfrækt, fengizt hælisvist
aðeins fyrir 44 fávita.
Eigi verður með vissu sagt, hversu margir fávitar hér
á Iandi þarfnist hælisvistar. En ekki þarf að gera ráð
fyrir færri en 200, og sennilega eru þeir miklu fleiri,
jafnvel allt að 400.
Það væri því synd að segja, að framsýni hafi ráðið
aðgerðum, er loks var hafizt handa um byggingu fávita-
hælis.
Landlæknir hefur í riti sínu, Afkynjanir og vananir,
prentað 1937, gert ráð fyrir, að fávitar á hæsta stigi,
122
Heilbrigt líf