Heilbrigt líf - 01.12.1950, Side 30
þeirri eymd og andstreymi, sem sumt fólk á við að stríða,
vegna þess að fávitamálin hafa verið svo herfilega van-
rækt.
Nýja hælið í Kópavogi, þótt alltof lítið sé, mun þó geta
gert mikið gagn. Með hælinu ætti að komast betra skipu-
lag á fávitamálin, betra eftirlit með fávitum utan hælis
og betri samvinna milli aðstandenda fávitanna og læknis
hælisins. Skýrslusöfnun um hagi fávitanna og tölu þeirra
myndi ganga betur en raun hefur á orðið.
Hælin eiga að vera griðastaður fyrir þessa vesalinga,
þar sem þeim er hjúkrað og að þeim hlynnt eftir beztu
getu.
Örvitar og nokkur hluti hálfvita þurfa að dvelja á
hjúkrunarhæli.
Á skólaheimilinu eiga vanvitarnir og betri hluti hálf-
vitanna að dvelja, að minnsta kosti um tíma.
Hálfvitunum má kenna nokkuð verkleg, einföld störf.
Er oft hægt að senda suma þeirra heim aftur að loknu
námi, ef aðstæður heimilanna eru góðar og leyfa slíkt.
Vanvitunum má kenna talsvert, þeir geta stundum lært
að lesa og nokkuð í reikningi. Einnig er hægt að kenna
þeim einföld störf. Þeir geta oft unnið sveitastörf, t. d.
við skepnuhirðingu og heyannir. Oftast þarfnast þeir
eftirlits, en stundum geta þeir unnið sjálfstætt við nefnd
störf.
Á það hefur áður verið minnzt, að vanvitarnir eru oft
erfiðir á gelgjuskeiðinu. Breytast þeir oft til hins verra,
verða órólegir og auk þess ber oft á glæpahneigð hjá
þeim og gerast þá oft brotlegir við landslög. Þeir sefast
oftast að gelgjuskeiði loknu, og er því nauðsynlegt, að
þeir dvelji á hæli á þessu skeiði.
Fávitaháttur er oftar arfgengur, eins og áður hefur
verið getið um. Á það þó einkum við um vanvitana. Öðru
máli gegnir um örvitana og hálfvita á lægra stigi. Fávita-
124
Heilbrigt líf