Heilbrigt líf - 01.12.1950, Qupperneq 33
á hæli, sefast þeir smám saman, og er oft hægt að veita
þeim heimfararleyfi að gelgjuskeiðinu loknu, og eru þeir
þá oftast meinlausir og friðsamir og fremja sjaldan af-
brot.
Oft lenda fávitarnir í slæmum félagsskap og verða verk-
færi í hendi hygginna og slunginna afbrotamanna, vegna
fávizku sinnar, einfeldni og trúgirni, auk þess er siðferðis-
þroski þeirra lítill og því auðsætt, að þeir rati auðveld-
lega á glapstigu. Afbrot fávitanna eru margvísleg, en
lang-mest ber þó á þjófnaði, og er venjulega um smá-
þjófnaði eða smágripdeildir að ræða. Talið er, að þjófn-
aður sé um % hlutar allra afbrota fávitanna.
Þjófnaðurinn er venjulega ekki fyrirfram ákveðinn eða
skipulagður, og engin fyrirhyggja höfð um, að ekki kom-
ist upp eða að þeir verði ekki staðnir að verki. Eigi skeyta
þeir heldur um að fela þýfið, en skilja það oft eftir á
glámbekk. Stundum ber nokkuð á kænsku hjá þeim, en
venjulega gera þeir eitthvert axarskaftið, svo að þjófn-
aðurinn kemst auðveldlega upp. Stundum stela þeir öllu
steini léttara og margt af því, sem þeir hafa engin not
af. Bera þeir þýfið og safna saman í eina kös og hlaupa
svo frá. Minnir þetta óneitanlega á minkinn, er hann
kemst í hænsnahús og drepur öll hænsnin og ber saman
í eina hrúgu og hleypur síðan burt. Svik eru fjarri eðli
fávitanna og falsanir sjaldgæfar, enda þannig gerðar, að
upp kemst auðveldlega.
Margir fávitar lenda á flækingi og betla, auk þess
eru þeir drykkfelldir, og verða þeir oft eftir nokkur ár
orðnir aumustu drykkjuræflar.
fkveikjur eru heldur sjaldgæfar af völdum fávita, en
þá sjaldan slíkt hendir, eru oftast léttvægar ástæður fyrir
afbrotinu, oftast gert í hefndarskyni fyrir litlar sakir,
t. d. smávegis aðfinnslu eða ákúrur af hendi húsbóndans,
eða stundum er ástæðan aðeins sú, að fávitanum leiðist í
Heilbrigt líf
127