Heilbrigt líf - 01.12.1950, Page 47
Rauði kross Bandaríkjanna sá um útvegun blóðs til
hersins í síðustu styrjöld, og strax eftir að átökin í Kóreu
hófust, var honum aftur falið að hafa forustu um öflun
blóðs til hersins og skipuleggja þau störf, ef til frekari
styrjaldar kæmi. Nú hefur, fyrir milligöngu Rauða kross-
ins, verið komið á mjög víðtækri samvinnu milli allra
blóðbanka í Bandaríkjunum til þess að leysa það mál.
BlóSgjafar.
Eins og getið var áður, er öll blóðsöfnun bankans undir
því komin, hvernig tekst til um öflun blóðgjafa. Hún
hefur ávallt verið talsvert vandamál, því að reynslan
hefur sýnt, að almenningur virðist ekki vera nægilega
fórnfús til þess að koma og láta taka sér blóð undir venju-
legum kringumstæðum. Það gegnir allt öðru máli, ef ætt-
ingi eða vinur er í nauðum staddur, þá fá jafnvel færri
að gefa en vilja, en það ætti ekki að þurfa slíkt ástand
til þess að ýta undir blóðgjafa, því að það kemur alveg
að sama gagni, þótt blóðið komi úr kæliskáp, þar sem
það hefur ef til vill staðið í nokkra daga, og eins og bent
hefur verið á, oftast að meira gagni. En reynslan hefur
sem sé sýnt, að fólk er ekki eins viljugt að gefa blóð í
kæliskáp eins og í sjúkling, sem þarfnast þess á augna-
blikinu. Margir bankar hafa komizt að þeirri niðurstöðu,
að fólk er viljugra að gefa blóð, ef borgað er fyrir það,
og hafa því margir tekið upp þá aðferð að greiða ákveðna
upphæð fyrir hverja blóðgjöf. Sjúkrahús, sem hafa banka,
hafa mörg það fyrirkomulag, að blóð, sem er gefið fyrir
ákveðinn sjúkling, kemur sem greiðsla inn á sjúkrahús-
reikning hans þannig, að sá, sem gefur blóðið, er jafn-
framt að hjálpa við greiðslu legukostnaðarins.
Það er um þrenns konar blóðgjafa að ræða. 1 fyrsta
lagi ættingja eða vini sjúklinga, sem óska að borga blóð,
sem þegar hefur verið notað, eða leggja inn blóð, sem
Heilbrigt líf
141