Heilbrigt líf - 01.12.1950, Síða 50
KRISTJÁN HANNESSON,
læknir:
LAMANIR AF YÖLDUM MÆNUSÓTTAR
OG MEÐFERÐ ÞEIRRA
Philip Lewin, sem gefið hefur út bók um mænusótt
(polimoyelitis anterior acuta) 1941, skiptir gangi sjúk-
dómsins í fimm stig.
1. og 2., er nær yfir tímann frá því að sjúklingurinn
smitast og þar til sótthiti fellur.
3., 4. og 5. stig, er hefjast, þegar hiti fellur og lamanir
koma í ljós og lýkur með því, að lamanir hverfa eða þær
verða varanlegar, og er þetta allt skýrt nánar í bók höf-
undar.
Hér verður aðeins rætt um 3., 4. og 5. stigið og þá
aðallega um meðferð sjúkdómsins, þegar lamanir fara að
koma í ljós og úr því.
Verður þá strax að fylgjast nákvæmlega með sjúklingn-
um og athuga vel stöðu og hvíld þeirra líkamshluta, sem
lamazt hafa eða búast má við að lamist. Lamanir í mið-
taugakerfi verða ekki ræddar hér.
Um hinn sjúka (lamaða) líkamshluta þarf að búa svo
vel sem unnt er, og hagræða honum þannig, að sem allra
minnst í’eyni á vöðvana og að þeir fái sem allra mesta
hvíld, en vöðvar hvílast bezt í hálfbeygju (semiflexion).
í slíkri stöðu er minnst hætta á, að vöðvi eða vöðvasvæði
togni um of, en þetta verður að forðast svo sem unnt er,
því að öll tognun á lömuðum vöðva hindrar, að hann nái
eðlilegri spennu (tension) og tefur fyrir bata.
Það er því harla nauðsynlegt, að þeir, sem hjúkra
144 Heilbrigt líf