Heilbrigt líf - 01.12.1950, Page 51
sjúklingum, sem lamazt hafa af mænusótt, viti nokkur
deili á vöðvum líkamans, hvar þeir festast, hvernig þeir
liggja og starfa, og ennfremur um venjulegt afl þeirra.
Vöðvakraft má auðveldlega mæla, og er algengast að
miða hann við tölurnar 5—0. Einkennistalan 5 jafngildir
þá eðlilegum vöðvakrafti, en 0 þýðir, að engin merki séu
finnanleg um samdrátt í vöðvanum.
Til glöggvunar er eftirfarandi tafla:
Einkennistalan 5 gefur til kynna, að styrkleiki vöðva
hafi reynzt eðlilegur.
---- 4 fulla hreyfingu (samdrátt) við litla
mótstöðu.
---- 3 nægilegan styrk til að lyfta eigin þyngd
viðkomandi líkamshluta.
---- 2 að hreyfing (samdráttur) sé möguleg,
ef þyngdar gætir ekki.
---- 1 að samdráttur sé aðeins finnanlegur í
vöðva, en engin hreyfing í lið.
---- 0 að enginn samdráttur sé merkjanlegur.
Til nánari skýringar má nota + eða með þessum
einkennistölum.
Ef litið er yfir þessa töflu, sést, að vöðvi getur því
aðeins borið uppi þunga viðkomandi líkamshluta, að hann
mælist ekki undir einkennistölunni 3. Sé vöðvastyrkleik-
inn undir 3, en sjúklingur reyni á vöðva eins og þeir
hefðu þennan styrkleika, getur slíkt hæglega spillt eða
hindrað alveg þann bata, sem vænta mætti.
Til að forðast þetta, er reynt að búa þannig um sjúk-
linginn, að hinir lömuðu vöðvar hvílist sem bezt. Slíkt
er gert með stuðningi af púðum, sandpokum af ýmsum
gerðum og spelkum.
Rúm lömunarsjúklinga þurfa að vera mjög vönduð, og
Heilbrigt líf — 4 145