Heilbrigt líf - 01.12.1950, Síða 53
vöðvinn og vöðvar, sem liggja frá efstu brjóstliðum niður
á herðablaðsbrún (musculi rhomboidei) eru eðlilegir, en
aðfærsluvöðvar upphandleggs lamaðir, geta hinir síðar-
nefndu skemmzt við það, að upphandleggur sé færður of
langt frá síðunni. Talið er bezt að láta framhandlegg
hvíla í 90 gráðu beygju og að hann snúi þannig mitt á
milli rangvendingar og réttvendingar, til þess að forðast
samdrátt í rangvendingu. Úlnliður og hönd skal liggja
hálfkreppt á sléttum fleti og grípi höndin um sívalning,
kefli eða púða af hæfilegri stærð.
Reynist aðfærsla þumalfingurs veikluð, er ráðlegt að
binda hann þannig, að hann sveigist í áttina að litla fingri.
Slíkt má gera með grisju.
Eins og áður er nefnt, verður rúm sjúklingsins að
vera vandað og má ekki láta um of undan þunga sjúk-
lingsins. Séu lamanir í baki, þarf eins og annars staðar
að forða vöðvum í baki frá því að togna um of. T. d.
ef lamanir koma fram í bak- og lendavöðvum, er ráð að
leggja um tveggja sentimetra þykkan púða undir mjó-
hrygg til þess að reyna að forða sjúklingnum frá því, að
hryggur bogni og kryppa myndist.
Séu aðeins einkenni um lamanir í vöðvum öðrumegin
hryggjar, er rétt að leggja sandpoka þeim megin sem
vöðvaveiklunin er til þess að forða hryggskekkju. I þung-
um tilfellum mæla margir með gipsbeð.
Ganglimir skulu hvíla í 10—15 gráðu fráfærslu, mitt
Heilbrigt líf 147