Heilbrigt líf - 01.12.1950, Síða 56
Þó eru undantekningar frá þessari reglu. Sæki t. d.
þunglyndi og vonleysi á þessa sjúklinga, vegna þess að
þeim finnist þeir komast seint á fætur, verður oft að grípa
til gangstólsins, enda þótt sjúklingur hafi eigi nægan
þrótt til þess að hreyfa sig í honum. (Sjá mynd). Séu
slíkir sjúklingar látnir hreyfa sig í gangstól, mega þeir
aðeins gera það stutta stund í einu, svo að þeir oí'reyni
sig ekki.
■
MfÉ
f '
s
s
■n
H
ISii
Þegar þrjár vikur eru liðnar frá því hiti féll, á að láta
þá sjúklinga, sem fengið hafa miklar lamanir, hefja virkar
(activar) og óvirkar (passivar) æfingar, en hinir, sem
minna hafa lamazt, geta byrjað æfingar fyrr. Jafnan
verður að framkvæma óvirkar hreyfingar á sjúklingum,
og oft þarf að aðstoða þá við virkar hreyfingar, einkum
fyrst í stað, en láta sjúklinga þó jafnan hreyfa sjálfa
eins og þeir hafa getu til, og mælist styrkleiki vöðvans
eða vöðvanna 3 eða meir, er sjúklingurinn fær um að
hreyfa hinn sjúka líkamshluta hjálparlaust. Allt þetta
150
Heilbrigt líf